is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11884

Titill: 
  • Internetnotkun meðal háskólanema. Þýðing og forprófun á Compulsive Internet Use Scale (CIUS)
  • Titill er á ensku Icelandic validation of the Compulsive Internet Use Scale (CIUS)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Matskvarði á áráttukenndri Internetnotkun, Compulsive Internet Use Scale (CIUS), var þýddur og próffræðilegir eiginleikar hans kannaðir. Einnig voru bakgrunnsupplýsingar og Internetathafnir skoðaðar og tengsl þeirra við skor á CIUS. Þátttakendur voru 497 háskólanemar á aldrinum 20 til 71 ára, 321 kona og 127 karlar. Þáttabygging 14 atriða kvarðans bendir til að dreifingu atriða sé best lýst með einum þætti. Áreiðanleiki kvarðans var mjög góður (α=0,92) og hugsmíðar- og sýndarréttmæti kvarðans reyndist ásættanlegt. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda því til þess að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu CIUS séu fullnægjandi og sambærilegir erlendri útgáfu kvarðans. CIUS kvarðinn gæti því verið hentugur fyrir frekari rannsóknir á áráttukenndri Internetnotkun og til að bera kennsl á hugsanlega áhættuhópa.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CIUS-ErikogHrafn .pdf721.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna