is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11888

Titill: 
  • Útreikningur geislalífeðlisfræðilega þáttarins BED: Samanburður á geislameðferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli á LSH á árunum 2007 og 2011
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að hækkun geislaskammta á meðferðarsvæði við geislameðferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli skilar bættum meðferðarárangri. Mikilvægt er að slík hækkun skammta byggi á mikilli nákvæmni við framkvæmd meðferðarinnar. Undanfarin ár hafa verið gerðar breytingar á slíkri geislameðferð á Landspítala. Teknar hafa verið upp nýjar meðferðaraðferðir í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið og þróun erlendis á þessu sviði. Liður í því var að hækka geislaskammt, fjölga eftirlitsmyndum og taka upp IMRT meðferð. Ekki hefur verið tekið saman hver munur á árangri meðferða er en í þessari ritgerð er athugað hvort breyting hafi orðið á geislalífeðlisfræðilega þættinum „Biologically Effective Dose“ á milli áranna 2007 og 2011.
    Í lok ársins 2007 voru á geislameðferðardeild Landspítalans gerðir ákveðnir verkferlar um það hvernig framkvæma skyldi IMRT meðferð gegn krabbameini í blöðruhálskirtli og hvaða skorður ættu að gilda á geislaskömmtum í áhættulíffæri. Í þessu verkefni eru teknar saman upplýsingar um hvernig geislaskammtar uppfylla skilmála samkvæmt þessum skorðum fyrir útgáfu verkferlanna og eftir.
    Efni og aðferðir: Safnað var upplýsingum um geislameðferð 40 einstaklinga, 20 fyrstu hvort árið fyrir sig. Og BED gildi meðferða þeirra reiknað út. Til þess þurfti að sækja upplýsingar um heildargeislun, og geislaskammt í hvert meðferðarskipti. Auk þess þurfti að finna hvaða α/β gildi skyldi nota. Ákveðið var að notast við α/β gildið 3,5 Gy fyrir blöðruhálskirtilskrabbamein.
    Niðurstaða og umræður: Munur er á BED gildi milli áranna. Árið 2007 er meðal BED 113,21 Gy en árið 2011 116,05 Gy (án útlaga 117,86 Gy). Árið 2011 er óalgengara að farið sé yfir settar skorður fyrir endaþarm. Gögn um geislun á þvagblöðru árið 2007 eru ekki aðgengileg en árið 2011 er enginn með skráð gildi yfir settum skorðum í þvagblöðru en upplýsingar skorti fyrir 2 sjúklinga. Við söfnun nauðsynlegra gagna komu í ljós ýmsir gallar á skráningu meðferðarupplýsinga. Mikilvægt verður að telja að Landspítalinn geri upp gögn um meðferðarárangur. Mikilvægt er að hægt verði í framtíðinni að gera upp geislalífeðlisfræðilega þætti eins og EUD, TCP, NTCP og áhrif OTT á árangur meðferðar.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplomaverkefnilokið.pdf4.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna