is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11891

Titill: 
  • Ferskvatnshagur Eyjafjarðar 1992-1993
  • Titill er á ensku The Freshwater Budget of Eyjafjörður 1992-1993
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eyjafjörður er 60 km langur og einn af lengstu fjörðum landsins. Helstu straumvötn sem falla í fjörðinn eru Eyjafjarðará, Svarfaðardalsá, Hörgá og Fnjóská en vatnasvið fjarðarins er alls 4.730 km2. Frá 29. apríl 1992 til 18. ágúst 1993 fóru fram reglulegar sýnatökur á 36 stöðvum á 5 sniðum í Eyjafirði, þar sem gögnum um hita og seltu var safnað auk annara upplýsinga. Straumathuganir voru gerðar á fjórum stöðum ásamt veðurathugunum í Hrísey.
    Upplýsingar um ferskvatnsrennsli helstu straumvatna fengust frá Vatnamælingum Orkustofnunar. Unnin CTD gögn fengust frá Steingrími Jónssyni og voru þau notuð til að reikna út heildarferskvatnsmagn í hverjum leiðangri, auk endurnýjunartíma og ferskvatnshags. Rennsli ánna er árstíðarbundið, með miklu rennsli í vorleysingum og að sumartíma en litlu rennsli yfir vetur. Heildarmagn ferskvatns í Eyjafirði var minnst í febrúar 1993, 114 * 106m3, og mest í júlí sama ár, 724 * 106m3. Endurnýjunartími ferskvatns í firðinum var á bilinu 10 til 57 dagar. Þegar ferskvatnshagurinn var reiknaður kom í ljós að meginhluti þess ferskvatns sem er í firðinum kemur með fallvötnum til sjávar en er ekki aðflutt frá nærliggjandi hafssvæðum.

  • Útdráttur er á ensku

    Eyjafjörður is a 60 km long fjord situated in the North-East of Iceland. The main rivers entering the fjord are Eyjafjarðará, Svarfaðardalsá, Hörgá and Fnjóská, and the drainage area of the fjord is 4.730km2. From the 29th of April 1992 until the 18th of August 1993 samples were taken regularly from 36 stations situated on 5 transects in the fjord, where CTD data was obtained along with other data. Current measurements were made at four locations and weather observations were made in Hrísey.
    Information on freshwater runoff was provided by the Icelandic National Energy Authority. Processed CTD data was provided by Steingrímur Jónsson and they were used to evaluate the volume of freshwater in the fjord, along with renewal time and freshwater budget. The direct river runoff is seasonal with heavy flow during spring thaw and summer but light flow during winter. The volume of freshwater in Eyjafjörður was lowest in February 1993, 114 * 106m3, and highest in July 1993, 724 * 106m3. The renewal time in the fjord was between 10 and 57 days. The freshwater budget indicates that the most of the freshwater in Eyjafjörður has been transported to the sea by rivers but has not accumulated there because of currents from the north.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Þórey Dagmar Möller.pdf2.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna