is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11892

Titill: 
  • Vöruhönnun og fötlunarlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um fötlunarlist og vöruhönnun. Hún byggir á fræðilegri umfjöllun um fötlunarlist, húmor og vöruhönnun og auk þess voru tekin viðtöl við tvær konur sem hafa tekið þátt í fötlunarlist. Önnur þeirra er sjálf fötluð. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á hvort og með hvaða hætti tengja megi saman fötlunarlist og vöruhönnun. Tilgangur fötlunarlistar er að ögra og andæfa ríkjandi viðhorfum og staðalímyndum um fötlun og fatlað fólk. Húmor og kaldhæðni eru oft notuð sem verkfæri til að ögra þessum staðalímyndum um fatlað fólk. Á árunum 1991-1992 brutust út öflug mótmæli meðal fatlaðs fólks í Bretlandi gegn auglýsingaherferð þar sem fatlað fólk var sýnt sem vansæl fórnarlömb skerðinga sinna. Tilgangur mótmælanna var að sýna fram á að fötlun fólksins væri hvorki hindrun né fyrirstaða sem þyrfti að yfirstíga til þess að vera viðurkennd í heimi hins ófatlaða meirihluta. Í framhaldi af þessum mótmælum fór fötlunarlist á þróast í Bretlandi. Þegar talað er um hugtakið fötlunarlist tengir fólk hér á landi það eflaust við listsköpun fatlaðs fólks þar sem skilningur á fötlunarlist er stutt á veg komin. Tilgangur vöruhönnunar er oftast að bæta virkni, virði og útlit áþreyfanlegra hluta en að baki hennar liggur langt rannsóknar- og hugmyndaferli sem skiptir ekki síður máli en lokaniðurstaða hlutar. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til að vel megi tvinna saman fötlunarlist og vöruhönnun en til þess þarf skapandi hugsun og að vera tilbúinn til að stíga út fyrir rammann. Hjólastóll er gott dæmi um slíkt. Í raun getur hann fallið undir vöruhönnun. Aftur á móti er mikil togstreyta um táknræna merkingu hans hjá fötluðu fólki. Í fjölmiðlum á Íslandi hefur hjólastóllinn oft verið dreginn fram sem tákn ósjálfstæðis á meðan fatlað fólk sér hann sem tákn sjálfstæðis og frelsis. Til þess að hanna hjólastól í anda fötlunarlistar þyrfti hann að ögra hugmyndum samfélagsins á einhvern hátt. Sem dæmi mætti hanna slíkan stól fyrir ófatlað fólk og benda í leiðinni á að hjólastóll er í sjálfu sér bara hjálpartæki til þess að komast á milli staða en alls ekki tákn um ósjállfstæði.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf96.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna