is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11897

Titill: 
  • Bráð bólguviðbrögð á bráðadeild: Lífsmörk og stigun bráðveikra sjúklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sýnt hefur verið fram á gagnsemi þess að styðjast við mælitæki sem tekur á breytingum á lífeðlisfræðilegum gildum við greiningu bráðveikra sjúklinga. Viðfangsefni þessarar megindlegu rannsóknar var að skoða bráð bólguviðbrögð á bráðadeild Landspítala út frá fyrstu skráðu lífs-mörkum og blóðprufum sjúklinga sem komu inn á rannsóknartímabilinu sem var 1. október 2011 - 30. nóvember 2011. Rannsóknargögn voru skoðuð í ljósi viðmiða fyrir bráð bólguviðbrögð (Systemic Inflammatory Response System, SIRS) og með tilliti til stigunar bráðveikra sjúklinga (SBS).
    Stuðst var við afturvirka lýsandi aðferðarfræði sem fól í sér að upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám sjúklinga sem leituðu á bráðadeild Landspítala á rannsóknartímabilinu. Rannsóknarþýðið samanstóð af 3971 sjúklingum.
    Helstu niðurstöður sýndu að af heildarþýðinu voru 623 (15,7%) sjúklingar með tvo eða fleiri þætti af SIRS viðmiðunum. Þar af voru 32 sjúklingar (0,8%) sem uppfylltu skilyrði á öllum fjórum þáttum SIRS viðmiðanna um bráð bólguviðbrögð. Þegar lífsmörk þýðisins voru skoðuð út frá stigun bráðveikra sjúklinga kom í ljós að 1658 (41,8%) sjúklingar voru með 0 stig á mælitæki um stigun bráðveikra sjúklinga (SBS). Af skráðum lífsmörkum var hjartsláttartíðnin það lífsmark sem best var skráð og skráð hjá 97,4% sjúklinga. Öndunartíðni var skráð í fæstum tilvikum, eða í 66,4% tilvika.

  • Útdráttur er á ensku

    The utilization of an instrument that takes on the changes in biophysiological values has been proven to be useful in diagnosing acutely ill patients. The object of this quantitative research was to evaluate acute inflammatory reactions in the Emergency Department of Landspitali based upon the initially recorded vital signs and blood results for patients at arrival during the research period October 1st, 2011 to November 30th, 2011. The data were evaluated in view of the criteria for Systemic Inflammatory Response System (SIRS) and the Modified Early Warning Score (MEWS).
    In this retrospective descriptive study, data were gathered from patients’ charts who sought medical attention at the Emergency Department during the research period. The popula-tion consisted of 3.791 patients.
    Results showed that of the total population, 623 (15,7%) patients had two or more criteria of SIRS, of which 32 (0,8%) patients manifested all four criteria for SIRS. The evaluation of vital signs according to the MEWS system showed that 1.658 (41,8%) patients had the score of zero. Out of all the recorded vital signs, heart rate was best registered, for 97,4% of patients. Respiratory rate was recorded the fewest of times, for 66,4% of patients.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð (UÁG & GSS).pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna