is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11898

Titill: 
  • Áföll og áhrif þeirra á geðheilsu kvenna á barneignaskeiði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari fræðilegu úttekt er fjallað um áföll og áhrif þeirra á geðheilsu kvenna á barneignaskeiði. Konur sem hafa orðið fyrir áföllum á lífsleiðinni eru líklegri en aðrar til að þjást af áfallastreituröskun. Þegar kona er barnshafandi hefur geðheilsa hennar ekki einungis áhrif á konuna heldur einnig á fóstrið. Þess vegna mikilvægt að muna að hjúkrunarfræðingar eru með tvo skjólstæðinga í höndunum þegar þeir sinna barnshafandi konum. Þessar konur eiga í hættu á verða fyrir fleiri vandamálum tengd meðgögunni, eins og aukin tíðni utanlegsfóstra, fóstureyðinga, verri morgunógleði og ótímabærra samdrátta. Langtímaafleiðing áfalla getur birst í vanlíðan á meðgöngu sem hefur neikvæð áhrif á fóstur og barn. Þó flestir komast með tímanum yfir þau áföll sem þeir hafa orðið fyrir í lífinu, getur orðið langvarandi heilsubrestur hjá sumum. Áfallastreituröskun hrjáir tvöfalt fleiri konur en karla og er líklegra að þær þurfi faglega aðstoð heilbrigðistarfsfólks. Ofbeldi er það áfall sem er algengast hjá konum og er talin valda mestri þjáningu hjá þolanda í samanburði við áföll af öðrum toga. Þar sem konur leita meira til heilbrigðiskerfisins á meðgöngu en á öðrum tímum æviskeiðsins er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður séu vakandi fyrir einkennum áfallastreituröskunar á meðgöngu, greini einkenni og vísi á úrræði. Þess vegna ber hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að spyrja alla skjólstæðinga sína út í áföll og erfiðleika og þekkja helstu úrræði sem í boði eru.
    Lykilorð: Áfall, áfallastreituröskun, ofbeldi, barneignaskeið, þungun, skaðleg lífsreynsla í æsku.

  • Útdráttur er á ensku

    In this review of the literature the experience of trauma and its effect on psychological health in women during pregnancy is studied. Women who experience trauma at some point in their lives have increased probabilty of developing post traumatic stress disorder (PTSD) compaired to other women. During pregnancy the mental health of the woman does not only affect her personally but the fetus as well. Because of this it is important to note that nurses are taking care of two clients when working with pregnant women. These women experience á higher prevalence of complications during pregnancy compared to other women, such as ectopic pregnancy, abortions, hyperemesis and untimely contractions. The long-term effects of traumas can manifest in distress during pregnancy, which has a negative effect on the fetus. Even though most women are able to overcome the traumas that affect them, some develop long-term illnesses because of them. Twice as many women suffer from PTSD when compared to men and therefore they are more likely to require professional assistance from healthcare personell. The trauma that is most common amongst women is violence. Since women rely a great deal on the healthcare system during pregnancy it is important that nurses and midwives are aware to assess symptoms of PTSD during pregnancy and suggest an appropriate course of actions. Because of the severity of PTSD, nurses and midwives should ask all their clients about traumas they have suffered and enquire which actions might be suitable for a particular individual.
    Keywords: Trauma, PTSD, abuse, childbearing, pregnancy, adverse child experience.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna og Bára Lokaloka Ritgerð.pdf474.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna