ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11909

Titill

Er orsakir samkynhneigðarfælni að finna innan trúarbragða? Um reynsluheim samkynhneigðra í trúarlegu ljósi

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna hvort sú tilgáta geti staðist að finna megi rætur og orsakir fælni við samkynhneigð í trúarbrögðum. Leitast er við að greina viðhorf trúarbragðanna á grunni flokkunarkerfis James B. Nelsons, en lagt er upp með þá tilgátu m.a. að það sem búi að baki samkynhneigðarfælni sé dæmi um félagslegt taumhald byggt á viðmiðum og fráviki í félagsfræðilegum skilningi. Helsta ástæða efnisvalsins er eigin reynsla höfundar af neikvæðri umræðu t.d. í fjölmiðlum undanfarna tvo áratugi þar sem samkynhneigð hefur verið til umræðu í kristnu trúarlegu samhengi í anda bókstafshyggju.
Könnuð er afstaða fjögurra af helstu eingyðistrúarbrögðum heims, gyðingdóms, kristni, íslam og bahá‘ía. Er það gert með því að kanna helgirit þeirra þ.e. þá texta sem helst hafa verið notaðir til að fordæma samkynhneigð og samkynhneigða. Leitast er við að gera trúarbrögðunum jafnt undir höfði varðandi greiningu á afstöðu þeirra, en þó er umfjöllun um kristni og nokkrar kirkjudeildir hennar mest að vöxtum þar sem höfundur fann hlutfallslega lítið af heimildum um þessi mál innan íslam og baháía-trúar. Stuðst er við ritaðar heimildir, heimildamyndir, samskiptavefi á Internetinu og könnun meðal nokkurra samkynhneigðra einstaklinga á Íslandi. Einnig voru tekin viðtöl við trúarleiðtoga tveggja kirkjudeilda hérlendis.
Greind eru ólík viðhorf meðal nokkurra kirkjudeilda innan kristni, rómversk-kaþólsku kirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunnar almennt og hjá Krossinum og Þjóðkirkjunni að því er varðar íslenskar aðstæður.
Fjallað er um reynsluheim samkynhneigðra í trúarlegu ljósi, bæði íslenskra og erlendra einstaklinga. Rætt er um afstöðu trúarbragðanna til samkynhneigðarfælni og dæmi um orsakir hennar og rætur ásamt leiðum til upprætingar á henni. Í því sambandi er m.a. fjallað um mikilvægi mismunandi túlkunaraðferða og túlkunar á helgiritunum, ríkjandi viðhorfa og kennisetninga innan trúarstofnana og meðal trúarleiðtoga þeirra. Erfitt er að svara rannsóknarspurningunni afdráttarlaust játandi eða neitandi, en niðurstöður greiningarinnar eru ræddar í lokin í því ljósi.

Samþykkt
31.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Einar Erlendsson B... .pdf1,21MBLæst til  12.12.2070 Heildartexti PDF  
EinarErlendsson-BA... .pdf57,7KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna