is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11915

Titill: 
  • Hönnun og mat á arðsemi færanlegrar sláturstöðvar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að kanna hvort það er áhugi á og fjárhagslega hagkvæmt að starfrækja færanlega sauðfjársláturstöð á Íslandi og hvernig mætti útfæra slíkra starfssemi. Könnun var gerð meðal sauðfjárbænda til þess að fá raunhæft mat á því hvort þeir teldu færanlegar sláturstöðvar vera fýsilegar. Um 85% þeirra sögðust styðja þær og um helmingurinn að þeir myndu nýta sér þjónustu þær. Vaxandi áhugi og mikil vöxtur var í heimavinnslu á kjöti og 69% heimavinnsluaðila töldu frekar og mjög líklegt að framleiðsla þeirra myndi aukast. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar og SVÓT greiningar benda til að færanlegar sláturstöðvar séu fýsilegur kostur út frá hugmyndafræðilegum sjónarmiðum. Fyrirkomulag og aðbúnaði færanlegrar sláturstöðvar var hannað og vinnulag skipulagt.. Af hönnuninni var svo ákvarðað hvernig innra eftirlit með daglegum rekstri stöðvarinnar skyldi vera. Hermilíkan sem byggði annarsvegar á niðurstöðum hönnunarinnar og hinsvegar á innleggi sérfróðra manna um slátrun var gert. Niðurstöður hermunar leiddu í ljós að ákjósanlegur fjöldi starfsmanna væru fjórir og að afkastagetan væri um 40 lömb á dag. Niðurstöður hermunar voru nýttar sem forsendur inn í fjárhagslíkan sem gert var fyrir rekstur stöðvarinnar og kostnaðaráætlunar. Miðað við gefnar forsendur sem margar eru háðar mikilli óvissu ætti rekstur færanlegrar sláturstöðvar og geta staðið undir sér fjárhagslega.. Það rekstrarfyrirkomulag sem gæti hugsanlega staðið undir sér er að stöðin væri í sameign tveggja til þriggja bænda sem slátra sínum eigin gripum og selja sínar afurðir beint frá býli. Þess á milli gætu þeir notað aðstöðu sína og slátrað fyrir aðra bændur. Með þessum hætti er kostnaði og áhættu dreift milli aðila og þ.a.l. minni fjárhagslegur skaði hlotist af.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Ritgerd_jtk_rev13.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna