is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11920

Titill: 
  • Tengsl tilfinningaerfiðleika við daglegar rútínur barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var gerð til þess að kanna tengsl geðraskana við daglegar rútínur barna. CRQ-IS spurningalistinn var lagður fyrir klínískt úrtak 17 barna á aldrinum 6-12 ára sem voru að koma í sitt fyrsta greiningarviðtal á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við staðlað úrtak heilbrigðra barna úr grunnskólum landsins. Tilgátur rannsóknarinnar voru nokkrar. Fyrsta tilgátan var sú að börn í klínísku úrtaki hefðu færri rútínur í lífi sínu en börn í stöðluðu úrtaki. Þessi munur telst koma fram á listanum í heild sinni sem og á einstökum undirþáttum hans. Niðurstöður leiddu í ljós lítinn sem engan mun á heildarmeðaltali listans milli hins klíníska og staðlaða úrtaks. Hins vegar var munur á undirþáttum listans, en börn í hinu klíníska úrtaki skoruðu hærra á undirþáttunum Heimilisskyldur, Samvera fjölskyldu og Daglegt líf. Börn í stöðluðu úrtaki skoruðu hærra á þættinum Agarútínur heldur en börn hins klíníska úrtaks. Önnur tilgátan var sú að munur sé á rútínum kynjanna. Niðurstöður leiddu í ljós að sú tilgáta stóðst. Þriðja tilgátan var sú að með hærri aldri foreldris fjölgi rútínum í lífi barna. Í ljós kom að tilgátan var að hluta til studd. Fjórða tilgátan var sú að með meiri menntun foreldris verði rútínur barnanna fleiri. Niðurstöður leiddu í ljós að tilgátan var að hluta til studd. Fimmta tilgátan var sú að þeir foreldrar sem væru í hjónabandi væru með fleiri rútínur á heimili en þeir sem væru fráskildir. Í ljós kom að tilgáta fimm var studd. Sjötta og síðasta tilgátan var sú að munur yrði á fjölda rútína eftir því hvers konar greiningar myndu fást hjá börnunum. Talið var líklegt að þau börn sem tilheyrðu flokk úthverfra raskana myndu hafa fæstar rútínur í sínu lífi. Í ljós kom að þessi tilgáta var studd.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KaritasÓsk&IngibjörgJohnson.pdf818.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna