ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11934

Titill

Vörumerkjavitund barna. Tengsl neyslu og vörumerkjavitundar barna á aldrinum 3-6
ára

Skilað
Febrúar 2013
Útdráttur

Framkvæmd var spurningakönnun meðal 129 nemenda við Háskóla Íslands og barna þeirra með það að markmiði að svara rannsóknarspurningunni “Hver eru tengsl neyslu og vörumerkjavitundar barna á aldrinum 3-6 ára?”. Foreldrar voru beðnir að svara spurningum um neyslu barna sinna á tveimur vörutegundum, morgunkorni og safa. Þeir voru einnig beðnir um að fá börnin til að taka í þátt í könnuninni með því að bera kennsl á myndir af vörumerkjum morgunkorns og safa.
Af niðurstöðum má draga þá ályktun að þau börn sem þekkja vörumerkin eru líklegri til að hafa áhrif á kaupákvarðanir foreldra sinna heldur en þau börn sem þekkja ekki vörumerkin. Af þeim má einnig álykta að neysla hafi áhrif á vörumerkjavitund, eftir því sem börnin neyttu vörumerkisins oftar því meira þekktu þau það.

Samþykkt
1.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Bslokaverkefni_Vör... .pdf2,06MBLæst til  1.5.2132 Heildartexti PDF