ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11943

Titill

Viðbrögð lungnaþekjufruma í rækt við togálagi sem líkir eftir öndunarvélarmeðferð

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Tilgangur
Öndunarvélarmeðferð með yfirþrýstingi veldur álagi á þekjuvef lungna og getur leitt til vefjaskemmda. Skemmdirnar geta orsakað viðvarandi bólguviðbragð og bólgumiðlar og örverur átt greiða leið í blóðrásina og í kjölfarið valdið fjöllíffærabilun. Markmið verkefnisins var að setja upp og þróa líkan til að framkalla áhrif öndunarvélarmeðferðar á lungnaþekjufrumur og rannsaka afleiðingar slíkrar meðferðar fyrir frumurnar.
Efniviður og aðferðir
Rannsökuð voru viðbrögð tveggja lungnaþekjufrumulína við togálagi, A549 (lungnablöðrufrumur) og VA10 (berkjufrumur). Notast var við Flexcell frumutogara til að framkalla síendurteknar 2 sekúnda lotur af togi og hvíld eftir kassalaga munstri í 12 klst. Til viðmiðunar voru frumur staðsettar í sama hitaskáp í 12 klst án togs. Svipgerðarbreytingar á frumum voru kannaðar með flúrljómandi mótefnalitun og Western blettun á þekktum kennimörkum frumanna og borið saman við viðmið. Bólgusvörun var könnuð með því að mæla seytun IL-8 og LL-37 (bakteríudrepandi peptíð).
Niðurstöður
Svipgerðarbreytingar sáust í tjáningu stoðgrindarpróteina A549 og VA10 eftir tog með aukinni myndun stressþráða f-aktíns örþráða en keratin 14 hélt að mestu óbreyttu tjáningarmynstri. Mótefnalitun á kennimörkum togálags gaf vísbendingar um að fleiri A549 og VA10 frumur tjáðu EGF viðtaka og β-4 integrin eftir tog. Mat á bólgusvörun með Western blettun fyrir LL-37 eftir tog sýndi hneigð til minnkunar á seytun hjá A549 en óbreytta seytun hjá VA10 frumum. A549 og VA10 seyta IL-8 bólgumiðlinum í mælanlegu magni og seytun virðist aukast við tog.
Ályktanir
Meginviðfangsefni verkefnisins var að setja upp og staðla aðferðafræði við togálagstilraunir á lungnaþekjufrumum þar sem þetta er í fyrsta sinn sem Flexcell tæknin er notuð hér á landi. A549 hefur áður verið notuð sem líkan fyrir öndunarvélarálag in vitro og tókst að framkalla þekkt viðbrögð hennar við togálagi. Við sýndum að VA10 sýnir einnig slík viðbrögð. Frekari rannsókna er þörf en þegar hafa komið fram áhugaverðir þættir varðandi mun milli frumulínanna í tjáningu kennimarka togálags og seytun bólgumiðla. Slík þekking gæti leitt til aukins skilnings á og þróun varna gegn áverkum á lungnavef af völdum öndunarvélarmeðferðar.

Samþykkt
1.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
KristjánGodskBSrit... .pdf3,04MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna