ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11952

Titill

Nýgengi og meðferð utanlegsþykktar á Íslandi 2000-2009

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Inngangur
Utanlegsþykkt er algengur fylgikvilli þungunar sem leitt getur til lífshættulegs sjúkdómsástands. Meðhöndlun utanlegsþykktar hefur tekið breytingum undanfarna tvo áratugi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta breytingar á nýgengi og meðhöndlun utanlegsþykktar á Íslandi á árunum 2000-2009.
Efniviður og aðferðir
Upplýsinga var aflað um allar greiningar utanlegsþykktar á árunum 2000-2009, þ.m.t. meðferðarstað, aldur kvenna, meðferðartegund, legutíma, endurinnlagnir, staðsetningu þungunar og β-hCG fyrir meðferð. Nýgengi var reiknað miðað við fjölda skráðra þungana á almanaksári (n/1000), fjölda kvenna á frjósemisskeiði 15-44 ára (n/10000) og í fimm ára aldurshópum. Breytingar á nýgengi, meðferð, aðgerðartækni og legutíma voru kannaðar. Gerður var samanburður á fimm ára tímabilunum 2000-2004 og 2005-2009.
Niðurstöður
Nýgengi utanlegsþykktar á rannsóknartímabilinu var 15,6/1000 skráðar þunganir eða 12,9/10000 konur á ári. Marktæk lækkun var á nýgengi allt rannsóknartímabilið og milli fimm ára tímabila úr 17,3 í 14,1/1000 þunganir (p=0,003) og 14,1 í 11,7/10000 konur á ári (p<0,009). Alls fóru 94,9% kvenna í aðgerð sem fyrstu meðferð, 3,2% fengu metótrexat og 1,9% biðmeðhöndlun. Hlutfall aðgerða lækkaði úr 98,0% í 91,3% milli fimm ára tímabila samhliða aukinni notkun lyfjameðferðar (0,4% í 6,4%, p<0,0001). Hlutfall kviðsjáraðgerða jókst milli fimm ára tímabila á öllu landinu úr 80,5% í 91,1% (p<0,0001), á Landspítala úr 91,3% í 98,1% (p=0,0003) og á sjúkrastofnunum á landsbyggðinni úr 44,0% í 69,3% (p=0,0005). Meðallega eftir opna kviðskurðaðgerð var 3,2 dagar en eftir kviðsjáraðgerð 0,9 dagar. Stytting var á meðallegu eftir opna kviðskurðaðgerð úr 3,4 í 2,6 daga milli tímabila (p<0,007).
Ályktanir
Nýgengi utanlegsþykktar hefur lækkað á Íslandi. Meðhöndlun hefur breyst með aukinni notkun kviðsjáraðgerða í stað opinna kviðskurðaðgerða og tilkomu metótrexat lyfjameðferðar.

Samþykkt
1.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Nýgengi og meðferð... .pdf874KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna