is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11952

Titill: 
  • Nýgengi og meðferð utanlegsþykktar á Íslandi 2000-2009
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur
    Utanlegsþykkt er algengur fylgikvilli þungunar sem leitt getur til lífshættulegs sjúkdómsástands. Meðhöndlun utanlegsþykktar hefur tekið breytingum undanfarna tvo áratugi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta breytingar á nýgengi og meðhöndlun utanlegsþykktar á Íslandi á árunum 2000-2009.
    Efniviður og aðferðir
    Upplýsinga var aflað um allar greiningar utanlegsþykktar á árunum 2000-2009, þ.m.t. meðferðarstað, aldur kvenna, meðferðartegund, legutíma, endurinnlagnir, staðsetningu þungunar og β-hCG fyrir meðferð. Nýgengi var reiknað miðað við fjölda skráðra þungana á almanaksári (n/1000), fjölda kvenna á frjósemisskeiði 15-44 ára (n/10000) og í fimm ára aldurshópum. Breytingar á nýgengi, meðferð, aðgerðartækni og legutíma voru kannaðar. Gerður var samanburður á fimm ára tímabilunum 2000-2004 og 2005-2009.
    Niðurstöður
    Nýgengi utanlegsþykktar á rannsóknartímabilinu var 15,6/1000 skráðar þunganir eða 12,9/10000 konur á ári. Marktæk lækkun var á nýgengi allt rannsóknartímabilið og milli fimm ára tímabila úr 17,3 í 14,1/1000 þunganir (p=0,003) og 14,1 í 11,7/10000 konur á ári (p<0,009). Alls fóru 94,9% kvenna í aðgerð sem fyrstu meðferð, 3,2% fengu metótrexat og 1,9% biðmeðhöndlun. Hlutfall aðgerða lækkaði úr 98,0% í 91,3% milli fimm ára tímabila samhliða aukinni notkun lyfjameðferðar (0,4% í 6,4%, p<0,0001). Hlutfall kviðsjáraðgerða jókst milli fimm ára tímabila á öllu landinu úr 80,5% í 91,1% (p<0,0001), á Landspítala úr 91,3% í 98,1% (p=0,0003) og á sjúkrastofnunum á landsbyggðinni úr 44,0% í 69,3% (p=0,0005). Meðallega eftir opna kviðskurðaðgerð var 3,2 dagar en eftir kviðsjáraðgerð 0,9 dagar. Stytting var á meðallegu eftir opna kviðskurðaðgerð úr 3,4 í 2,6 daga milli tímabila (p<0,007).
    Ályktanir
    Nýgengi utanlegsþykktar hefur lækkað á Íslandi. Meðhöndlun hefur breyst með aukinni notkun kviðsjáraðgerða í stað opinna kviðskurðaðgerða og tilkomu metótrexat lyfjameðferðar.

Samþykkt: 
  • 1.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nýgengi og meðferð utanlegsþykktar á Íslandi 2000-2009, Áslaug Baldvinsdóttir.pdf853.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna