ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11953

Titill

Meðgöngusykursýki. Fræðileg samantekt

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Tíðni meðgöngusykursýki fer sífellt vaxandi og er spáð mikilli aukningu á sjúkdómnum á næstu árum. Börn kvenna sem fá meðgöngusykursýki eru í aukinni hættu á að verða fyrir neikvæðum áhrifum sjúkdómsins á meðan á meðgöngu og fæðingu stendur. Einnig eru börnin í aukinni hættu á að fá skert sykurþol eða jafnvel sykursýki II í æsku sem og þau eru líklegri til þess að vera í ofþyngd og þróa þannig skert sykurþol og sykursýki á fullorðinsárum. Meðgöngusykursýki hefur einnig áhrif á konuna sjálfa, bæði á meðgöngu og síðar, en allt að 60% kvenna sem fá meðgöngusykursýki hafa þróað með sér sykursýki II innan tíu ára. Það er því ljóst að um mikið áhyggjuefni er að ræða. Þörf er á forvörnum í formi stuðnings og fræðslu um mikilvægi heilsusamlegs lífstíls fyrir þungun, á meðgöngu og eftir meðgöngu til þess að draga úr tíðni meðgöngusykursýki og áðurnefndum fylgikvillum sem sjúkdómurinn getur valdið.
Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að kanna hvaða áhrif meðgöngusykursýki hefur á hina þunguðu konu, barn hennar og heilsu þeirra beggja síðar meir. Jafnframt var tilgangurinn sá að kanna hvaða áhættuþættir auka líkur á meðgöngusykursýki og hvernig heilbrigðisstarfsfólk geti stuðlað að forvörnum til að draga úr vaxandi tíðni vandamálsins.

Samþykkt
1.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MEÐGÖNGUSYKURSÝKI ... .pdf363KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna