is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11966

Titill: 
  • Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Disseminated Intravascular Coagulation (DIC) er sjúkdómsástand sem fylgir sjúkdómum sem valda kerfisbundinni virkjun á blóðstorku. Við slíka virkjun myndast blóðtappar í smáum æðum sem valda skertu blóðflæði og súrefnisskorti í vef með vefjaskemmdum. Við það verður einnig aukin notkun á storkuþáttum sem getur valdið aukinni blæðingarhneigð
    Þó svo sýnt hafi verið fram á minnkað magn prótein C, antiplasmin og antithrombin í blóði sjúklinga með DIC hefur ekki verið sýnt fram á forspárgildi þeirra til að meta hvort sjúklingar sem eiga á hættu að fá DIC muni þróa með sér DIC. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða forspárgildi prótein C, antiplasmin og antithrombin mælinga og skoða samband þeirra við dánartíðni og versnandi sjúkdómsástand. Einnig var skoðað nýgengi DIC á Íslandi á árunum 2004-2008 og horfur sjúklinga með DIC
    Efni og aðferðir: Fram til ársins 2009 var antiplasmin nær eingöngu mælt í svokölluðum DIC panel sem notaður var til að greina hvort einstaklingur var með DIC. Teknar voru saman allar blóðprufur sem framkvæmdar höfðu verið þar sem antiplasmin var mælt á árunum 2004-2008 og þær stigaðar eftir ISTH stigunarkerfi fyrir DIC. Prótein C, antithrombin og antiplasmin mælingum var svo raðað í tímaröð til að skoða hvort meðaltöl þeirra skildust að fyrir greiningu DIC á milli sjúklingahópa. Teiknaðar voru ROC kúrfur til að meta næmni og sértækni blóðprufanna. Auk þess voru 114 sjúklingar sem höfðu fengið antiplasmin mælingu en voru ekki með DIC samkvæmt ISTH stigun valdir í DIC- hóp til frekari greiningar. Sjúkraskrár þeirra auk þeirra sem greindust með DIC voru skoðaðar og lesin út dánartíðni, lengd sjúkrahúslegu, APACHE II stigun, RIFLE stigun og hvort sjúklingar fengu ARDS.
    Niðurstöður: Af þeim 114 einstaklingum sem greindust með DIC samkvæmt ISTH stigun voru 111 með undirliggjandi sjúkdóm sem tengdist DIC. Nýgengi var 10 sjúklingar á ári/100 þúsund íbúa. Sjúklingar með sem fengu DIC höfðu marktækt verri lífslíkur. Prótein C gildi sjúklinga með DIC voru marktækt lægri 6 dögum fyrir greiningu DIC, antithrombin gildi voru marktækt lægri 4 dögum fyrir greiningu DIC og antiplasmin gildi voru marktækt lægri 1 degi fyrir greiningu DIC. Prótein C sýndi mesta næmi og sértækni til greiningar á DIC, bæði við greiningu DIC og einnig fyrir greiningu DIC. Antithrombin greindi best í sundur sjúklinga m.t.t. lifunar. Prótein C hafði mesta tengingu við RIFLE stigun.
    Ályktanir: Prótein C, antithrombin og antiplasmin er hægt að nota til að meta hvort sjúklingur er með DIC. Prótein C og antithrombin er hægt að nota til að meta hvort sjúklingur sé líklegur til að fá DIC áður en ástandið greinist.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
viðauki.pdf219.52 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Ritgerd_Einar.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna