ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11969

Titill

Skaðaminnkun í tengslum við áfengisneyslu: Ný tækifæri í hjúkrun

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Sá hópur sem er í hvað mestri hættu að eiga í vandræðum í tengslum við áfengisneyslu eru unglingar og fólk undir þrítugu. Þessir tveir hópar eru líklegri til að drekka of mikið í hvert sinn sem drukkið er og stunda ýmiskonar áhættuhegðun eins og að keyra undir áhrifum áfengis. Við nálgun þessa hóps er mikilvæg að vanda vel til verks og að undirbúningurinn sé góður svo að öruggt sé að árangurinn verði sá, sem stefnt var að. Með skaðaminnkandi nálgunum (harm reduction) hefur tekist að nálgast þessa hópa og fleiri í samfélaginu með góðum árangri. Tekist hefur að draga úr áfengisneyslunni og mögulegum alvarlegum afleiðingum hennar. Þannig hefur tekist að auka öryggi þeirra sem kjósa að neyta áfengis sem og annarra í samfélaginu. Tilgangurinn með þessu verkefni var að draga fram helstu leiðir sem hægt er að fara til að draga úr áfengisneyslu með sérstaka áherslu á ungt fólk.
Í þessari fræðilegu úttekt verður reynt að svara rannsóknarspurningunni: “Hvaða leiðir eru vænlegastar til árangurs svo hægt sé að draga úr skaðsemi áfengisnotkunar á einstaklinginn og samfélagið í heild?” Leitað var í gagnasöfnunum Proquest, Pub Med og Google Scholar.

Samþykkt
4.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Skadaminnkun.pdf164KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna