is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11971

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar kennaramatsútgáfu. Spurninga um styrk og vanda (SDQ): Endurbætt útgáfa í úrtaki 6-10 ára barna
  • Titill er á ensku The psychometric properties of the Strengths and Difficulties Questionnaire: Improved version in a sample of 6-10 year old children
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða próffræðilega eiginleika endurbættrar útgáfu Spurninga um styrk og vanda (e. Strengths and Difficulties Questionnaire). Spurningar um styrk og vanda er stuttur skimunarlisti sem metur hegðun, tilfinningar og félagshæfni hjá börnum og unglingum á aldrinum 4-16 ára. Listinn inniheldur 25 atriði sem skiptast jafnt á eftirfarandi fimm undirkvarða: hegðunarvandi, ofvirkni, tilfinningavandi, jafningjavandi og félagshæfni. Í íslenskri þýðingu hefur listinn verið gagnrýndur fyrir að sýna ekki nógu hreina þáttabyggingu. Til að reyna að bæta próffræðilega eiginleika listans voru gerðar tillögur að breyttu orðalagi fimm atriða. Hér var endurbætt útgáfa kennaralistans með þessu breytta orðalagi skoðuð í úrtaki 6-10 ára barna. Alls tóku þátt 28 umsjónarkennarar frá sex skólum og hver kennari fyllti út fimm lista, alls 140 lista. Áreiðanleiki kvarðanna var almennt ásættanlegur að jafningjavanda undanskildum (α=0,52 til 0,85). Framkvæmd var leitandi þáttagreining og sýndu niðurstöður sex þætti með eigingildi 1,0 eða hærra. Af kenningarlegum ástæðum var síðan valin fimm þátta lausn en ekki höfðu öll atriðin fylgni við þá þætti sem búist var við. Hvorugri þáttagreiningu tókst að endurtaka upprunalegu fimm þátta þáttabyggingu og niðurstöður þeirra sýndu ekki aðra hreina þáttabyggingu. Niðurstöður benda til þess að endurbætur á þýðingu listans hafi skilað nokkrum árangri. Samt sem áður eru próffræðilegir eiginleikar endurbættrar kennaramatsútgáfu Spurninga um styrk og vanda ekki nægjanlega góðir í hópi 6-10 ára barna. Hér var úrtakið lítið og aldursbil þröngt. Rannsaka þarf próffræðilega eiginleika listans betur í stærra úrtaki þar sem aldursdreifing er breiðari.

  • Útdráttur er á ensku

    This study was conducted to examine the psychometric properties of the improved version of the Strengths and Difficulties Questionnaire (SDQ). SDQ is a brief screening questionnaire that assesses behavior, emotional well being and social skills of children and adolescents aged 4-16 years. The SDQ contains 25 items that are equally divided into the following five subscales: conduct problems, hyperactivity, emotional symptoms, peer problems and social skills. The psychometric properties of the previous Icelandic translation of the SDQ have been shown to be somewhat lacking. The wording of five items have been modified with the aim of improving the psychometric properties of the questionnaire. In this study the teacher version of the SDQ was assessed in a sample of 6-10 year old children. 28 teachers from six schools participated in the study and each teacher rated five children in their class for a total of 140 ratings. Internal consistency was generally satisfactory except for peer problems (α=0,52 to 0,85). Exploratory factor analysis was conducted which revealed six factors with eigenvalues 1,0 or higher. For theoretical reasons another factor analysis was conducted in which five factors were determined to be drawn. The original five factor structure was not replicated. Neither factor analysis provided a useful alternative factor structure. Although the results indicate that the changes somewhat improved the psychometric properties, they are not strong enough in this age group. These results suggest that the use of the questionnaire is hardly justifiable for 6-10 year old children. It is important to take into consideration that this sample was small and the age range was narrow. Further study is needed in a larger sample with a broader age range to validate or refute these findings.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Friðriksdóttir.pdf548.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna