is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11983

Titill: 
  • Bráður nýrnaskaði á Íslandi 1993-2011. Faraldsfræði, áhættuþættir og afdrif sjúklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengt vandamál sem útheimtir oft kostnaðarsama erfiða meðferð og hefur háa dánartíðni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði, áhættuþætti og afdrif sjúklinga sem fengu BNS á rannsóknartímabilinu.
    Efniviður og Aðferðir: Allar kreatínínmælingar sem gerðar hafa verið á Landspítalanum (LSH) frá maí 1993 til ársloka 2011 voru fengnar úr rafrænu kerfi LSH. Skrifað var forrit sem mat alla einstaklinga sem mældir höfðu verið með tilliti til BNS skv. RIFLE skilmerkjum, miðað við grunngildi kreatíníns 6 mánuðum fyrir BNS. Forritið flokkaði þá í risk (R), injury (I) og failure (F) hópa eftir alvarleika skaðans. Skoðaðar voru allar sjúkdómsgreiningar sjúklinga með BNS. Sjúkraskrár þeirra sjúklinga sem fengu failure á árunum 2008-2011 voru skoðaðar og skráðar upplýsingar um faraldsfræði, áhættuþætti, blóðskilunarmeðferð og horfur.
    Niðurstöður: Alls fengu 12.561 BNS á tímabilinu. Þar af 6846 (54,5%) R, 2940 (23,4%) I og 2775 (22,1%) F. Tíðni BNS jókst á tímabilinu. Fleiri konur fengu R og I en fleiri karlar F (p< 0,001). Meðalaldur sjúklinganna var 69,2 (±16,7) ár. Alls voru 21,3% sjúklinganna með háþrýsting, 9,5% með sykursýki, 11,5% með langvinna lungnateppu, 31,2% með blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta og 6,4% með langvinnan nýrnasjúkdóm. Tíðni allra sjúkdómana jókst með vaxandi alvarleika nýrnaskaða (p< 0,001). Níu mánuðum eftir BNS var hlutfall kreatínínmælinga hjá 90,4% R, 75,8% I og 68,8% F hóps komið undir 1,5 x grunngildi.
    Alls fengu 759 BNS á F stigi 2008-2011. Áhættuþættir BNS í legunni voru skurðaðgerð (21.6%), lost (23,4%), sýklasótt (14,3%), blóðþrýstingsfall tengt hjarta-og æðakerfi (32,0%), blæðingar (10,4%), öndunarbilun (27,1%) og lyf (75,5%). Alls lögðust 88,5% F sjúklinganna inn, miðgildi (spönn) legu var 15 dagar (1-371). Á gjörgæslu lögðust 31,7% (meðallega 11,4 dagar). Alls fengu 11,0% blóðskilunarmeðferð og 0,7% í meira en 90 daga. Eins árs lifun sjúklinganna var 51,8%.
    Ályktun: Tilfellum af BNS fer fjölgandi hér á landi. Sjúklingar sem fá failure skv. RIFLE hafa háa tíðni áhættuþátta fyrir BNS. Spítalalega þessara sjúklinga er löng, stór hluti leggst inn á gjörgæslu og eins árs lifun þeirra er léleg.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BNS_Lokaútgáfa.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna