is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11989

Titill: 
  • Greining DNA skemmda með tvívíðum þáttháðum rafdrætti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Munnvatn er aðgengilegur líkamsvessi og hentar vel til sýnatöku. Ástand erfðaefnis í munnvatni gæti haft klíníska þýðingu sem merki um sjúkdóma í munnholi og mögulega endurspeglað almennt líkamsástand. Tvívíður þáttháður rafdráttur (2D-SDE) er tækni til að greina margvíslegar skemmdir í flóknum kjarnsýrusýnum, m.a. einþátta brot í erfðaefni. Markmið rannsóknarinnar var að skilgreina getu 2D-SDE til að greina DNA skemmdir í munnvatni. Umhverfisþættir sem gætu haft áhrif á ástand erfðaefnis í munnvatni, m.a. reykingar og munntóbak, voru einnig skoðaðir.
    Efniviður og aðferðir: Um frumrannsókn var að ræða og munnvatnssýnum var safnað frá tveimur mismunandi hópum. Samtals voru sex þátttakendur, þrír í hvorum hóp. Í fyrsta lagi var um að ræða heilbrigðan viðmiðunarhóp. Sami hópur var einnig látinn reykja eina sígarettu og neyta eins skammts af munntóbaki. Í öðru lagi var um að ræða einstaklinga með munnholssjúkdóm. Erfðaefni var einangrað úr fyrrnefndum lífsýnum og greint með 2D-SDE. Að lokum voru niðurstöður úr 2D-SDE bornar saman við heilbrigðisupplýsingar.
    Niðurstöður: Hægt var að nota tvívíðan þáttháðan rafdrátt til að greina DNA skemmdir í lífsýnunum. Með tækninni greindist lítill sem enginn munur á munnvatnssýnum sem voru undir utanaðkomandi áhrifum, reykingum eða munntóbaki, í samanburði við heilbrigð munnvatnssýni. Í samanburði við blóðsýni greindust meiri skemmdir í öllum munnvatnssýnum þá sérstaklega einþátta brot. Úr hópi munnholssjúkdóma greindust áberandi einþátta og tvíþátta skemmdir í einstaklingi með Sjögrens heilkenni. Úr sama einstaklingi greindust einnig meiri einþátta brot ásamt öðrum minni skemmdum. Í öllum munnvatnssýnunum benti 2D-SDE mynstrið til þess að einþátta brot í DNA (e. nicking) hefðu verið til staðar. Fjöldi þessara einþátta brota var mismikill en verulega aukinn í munnvatni miðað við blóðsýni.
    Ályktanir: Fyrstu rannsóknir á byggingareiginleikum DNA og ástandi þess í munnvatni með 2D-SDE benda til þess að aðferðin geti hugsanlega gefið upplýsingar um skemmdir á DNA í munnvatni vegna sjúkdóma.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Albert_Ritgerð.pdf6.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna