is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11991

Titill: 
  • Tíðni innbrota eftir gatnaskipulagi á höfuðborgarsvæðinu árið 2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari var eftirfarandi tillaga rannsökuð. Er á höfuðborgarsvæðinu mælanlegur munur á tíðni innbrota eftir hverfum sem samanstanda af gatnaneti og hverfum sem samanstanda af botnlangagötum.
    Tvær aðal kenningar takast hér á. Annars vegar kenning Jane Jacops um „Eyes-on-the-street“ þar sem haldið er fram að minni innbrotatíðni sé í nettengdum gatnakerfum. Hinsvegar kenning Oscar Newmans um „Defensible Space“ þar sem því er haldið fram að botnlangagötur hafi lægri innbrotatíðni.
    Framkvæmd fór þannig fram að valin voru nokkur hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem höfðu álíka þétta byggð. Þeim var síðan skipt niður í annan hvorn af þessum tveimur flokkum. Síðan var GIS/LUK tölvukerfi nýtt til þess að telja innbrot í hverfunum og bera saman við hvort annað.
    Niðurstaðan var sú að lítil mælanlegur munur var á innbrotatíðni hverfanna. Líklega er ástæðan að hverfi höfuðborgarsvæðisins reyndust ekki vera nægilega einsleit. Húsagerð á höfuðborgarsvæðinu er yfirleitt blönduð það er bæði blokkir, einbýlishús, raðhús, parhús og þrí- eða tvíbýlishús eru innan flestra hverfa. Það reyndist því erfitt að fá út afgerandi niðurstöður um innbrotatíðni innan hverfanna miðað við skipulag þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis explored the following hypothesis: Is there a measurable differance in burglary frequency in the Reykjavik Capital Area, dependent on suburbs planned by road networks or suburbs that are structured into cul de sacs.
    Two main theories conflict here. On the one hand Jane Jacop’s concept about “Eyes-on-the-street” where she put forward that less frequency of break-in’s occur in networked road systems. On the other hand Oscar Newman’s thesis on the “Defendable Space” where he theorised that cul de sacs experience fewer break-in’s.
    This study was undertaken by selecting a few suburbs within the Reykjavik Capital Area that are structured in this way. These were then divided into either of these two types of road networks. Then GIS/LUK software was utilised to establish the frequency of break-ins in the suburbs examined and then compared together with each other.
    The conclusion was that there is little measurable difference between the frequency of break-in’s between the suburb types. This is possibly because the Capital Area suburbs are not homogenous enough in structure. In addition the type of residential homes in the Capital Area are generally mixed, i.e. both apartment blocks, houses, terraced housing or semi-dethatched houses exist in most suburbs. Thus this study could not establish definitively that the frequency of break-in’s in the Reykjavik Capital Area is influenced by the road structure of the examined suburbs.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11991


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_FRIDRIK_BJARNASON_Vor_2012.pdf2.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna