is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11992

Titill: 
  • Helstu gigtarsjúkdómar í íslenskum börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Barnaliðagigt (e. Juvenile Idiopathic Arthritis, JIA) er flokkur barnagigtarsjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að vera af óþekktum orsökum. Barnaliðagigt er skipt í sjö undirflokka en þrír þeirra helstu eru fáliða-, fjölliða- og fjölkerfagigt. Barnaliðagigt getur valdið eyðingu liða, vaxtartruflun og í alvarlegustu tilvikum jafnvel dauða ef ekki er veitt viðeigandi meðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, algengi, aldursdreifingu, kynjahlutfall og meðferðarþætti liðagigtar í börnum á Íslandi og bera niðurstöðurnar saman við erlendar rannsóknir.
    Efniviður og aðferðir: Gerð var lýsandi afturskyggn rannsókn þar sem safnað var gögnum úr sjúkraskrám gigtveikra barna á Íslandi á árunum 1995 til og með 2009. Sjúklingarnir voru fundnir með því að leita í rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítalans, Barnaspítala Hringsins og skrám Læknamiðstöðvar Austurbæjar á spjaldskrárformi 1995 til 2006, en eftir þann tíma í rafrænu kerfi. Upplýsingum var safnað úr öllum þessum skrám. Algengt er að vafi leiki á ýmsum atriðum, einkum um upphaf einkenna. Tölfræðivinnslu var því skipt í tvo hluta, annars vegar tilvik þar sem engin vafaatriði lágu fyrir við skráningu sjúklinga og hins vegar voru vafaatriðin tekin með. Gerð var tilgátuprófun til að reikna marktækni milli kynja.
    Niðurstöður: Alls voru 172 börn sem fengu sjúkdómsgreiningu barnaliðagigtar á árunum 1995-2009. Þrír undirflokkar voru fjölmennastir en 65,7% einstaklinga voru með fáliðagigt, 14,0% með festumeinagigt og 9,9% með sermineikvæða fjölliðagigt. Fyrsti liður einkenna var í flestum tilvikum hné og síðan ökkli. Nýgengið fór hækkandi eftir því sem leið á rannsóknartímabilið en meðalnýgengi á rannsóknartímabilinu var 16,3/100.000 börn <16 ára. Aldursdreifing nýgreindra tilfella nær þrem toppum, við eins til þriggja ára, sjö til átta ára og 11-12 ára aldur. Flestir sjúklinganna fengu einungis BEYGL. Fjórir einstaklingar fengu fremri augnhólfsbólgu eða um 2,3% af heildarþýðinu.
    Ályktanir: Nýgengið virðist vera hækkandi með árunum sem gæti bent til aukinnar skráningar á þessum sjúkdómum, þetta er í samræmi við trú sérfræðings um þessi mál.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gisligunnarjonssonbsritgerd2juniloka.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna