is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11995

Titill: 
  • Lifrarskaði af völdum lyfja: Framsýn rannsókn á Íslandi 2010-2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Lifrarskaði af völdum lyfja (e. Drug induced liver injury; DILI) er sjaldgæf aukaverkun ýmissa lyfja, náttúru- og fæðubótarefna. Aðeins ein framsýn rannsókn með skilgreint þýði á nýgengi DILI hefur verið framkvæmd og fann nýgengi 13,9 á hverja 100.000 íbúa á ári. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna nýgengi DILI á Íslandi, algengustu orsakavalda, hlutfall sjúklinga sem fær DILI af tilteknum lyfjum auk þess að afla vitneskju um meinmynd og horfur.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn og náði til allra ófyrirsjáanlegra tilfella af DILI á Íslandi frá 1.mars 2010 til 29.febrúar 2012. Bréf var sent til allra lækna á Íslandi í ársbyrjun 2010 og þeir beðnir um að tilkynna öll tilfelli af DILI. Hækkun á ALT> 3 x efri mörk (EM), og/eða ALP > 2 (EM) og/eða bilirubin > 2 (EM) með grun um lyf/náttúruefni sem orsök voru skoðuð. Notast var við RUCAM stigunarkerfi við orsakagreiningu. Upplýsingar um fjölda sjúklinga sem fengu tiltekin lyf voru sótt í lyfjagagnagrunna Landlæknisembættisins og LSH (Theriak®, ARIA®).
    Niðurstöður: Alls komu 110 tilfelli til greina í rannsóknin. 14 tilfelli uppfylltu ekki tilskilin skilyrði og voru útilokuð, og því 96 (54 (56%) konur ; miðgildi aldurs 55 ár (IQR 38-67)) tilfelli sem stóðu eftir. Nýgengi DILI á Íslandi er samkvæmt því 19,1 á hverja 100.000 íbúa á ári. Algengustu orsakavaldarnir voru amoxicillin/clavulanate (22%), náttúruefni/fæðubótarnefni (16%) en 9 (9%) tilfelli voru orsökuð af fleiri en einu lyfseðilsskyldu lyfi. Lyfjameðferðin var 20 dagar (8-77) og alls fengu 26 sjúklingar (27%) gulu og 22 sjúklingar (23%) voru lagðir inn í 5 daga (2-8). Alls fengu 17 (18%) sjúklingar lyfið inniliggjandi á Landsspítalanum. Einn sjúklingur lést í kjölfar lifrarskaðans. Alls fékk 1/133 sjúklinga á azathioprine DILI, 1/148 meðhöndluðum með infliximab, 1/1369 nitrofurantoin. 1/2350 amoxicillin/clav og 1/9148 af þeim sem fengu diclofenac.
    Ályktanir: Nýgengi DILI á Íslandi er hærra en í erlendum rannsóknum. Amoxicillin/clavulanate og náttúrefni voru algengustu orsakir DILI. Hæsta hlutfall sjúklinga fékk DILI af azathioprine og infliximab.

Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgi Kristinn Björnsson.pdf440.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna