ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Myndlistardeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12004

Titill

Stingdu vísifingri í glassúrinn og sleiktu hann af

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Hvernig gengu ritgerðarskrif?
Bara vel takk.
Um hvað varstu að skrifa?
Við áttum að skrifa um okkur sjálf. Ég reyndi að setja mig í samengi við listheiminn, aðra listamenn og einhver fræði. Ég fjalla reyndar töluvert um samhengi og að skoða, upplifa, njóta og leika sér. Söfnun, minni og menningu og venjulega hluti.
Hvaða listamenn nefnirðu?
Aðallega Birgi Andrésson, og hvernig hann vann með tungumálið og líka Susan Hiller sem ég uppgötvaði í miðju rannsóknarferlinu. Svo tengi ég þetta við skrif Jean Baudrillard um líkneski og raunveruleikann og líka grein sem ég held mikið upp á eftir Susan Sontag um túlkun. Það eru fleiri þarna líka, og undir lokin segi ég frá vinnunni minni, sem ég hef haft meðfram skólanum öll árin.
Hefur þetta leitt þig að einhverri niðurstöðu?
Ég rambaði ekki á neitt ákveðið svar en ég lærði ótal margt og tók eftir því hvernig allt sem maður gerir er í einhverju samhengi við hvort annað. Ætli ég hafi ekki kynnst sjálfri mér meira á þessum nokkrum vikum en ég hef gert öll þrjú árin í skólanum.
Og ertu ánægð með útkomuna?
Já. En ég myndi kannski vilja að þetta væri í allskonar litum og með smá glimmeri. Á sumum stöðum mætti byrja að spilast tónlist og í endann væri flott ef það kæmi konfettísprengja. Annars er þetta nokkuð gott.

Samþykkt
4.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf1,2MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna