is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12005

Titill: 
  • Raðgreining á hluta TYRP1 og OCA2 í glóbrúnum hestum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Glóbrúnir hestar á Íslandi eru innan við 0,5% af stofninum. Glóbrúnn litur er afleiðing deyfingar á svörtum/brúnum grunnlit en sameindaerfðafræðilega ástæðan er enn óþekkt. Þar til fyrir nokkrum árum var glóbrúnn talinn samsvara kampavínslit (champagne) í erlendum hrossum en um ólíkt erfðamynstur er að ræða. Glóbrúnn litur er því mögulega einungis til í íslenska hestinum og því mikilvægt að skilja vel svo hægt sé að bregðast rétt við til að varðveita litinn. Genin TYRP1 og OCA2 taka þátt í myndun og flutningi litarefna í augum, húð og hári spendýra en stökkbreytingar í þeim tengjast deyfingu á lit. TYRP1 inniheldur 8 útraðir og OCA2 inniheldur 21 útröð. TYRP1 útraðir 1-6 og OCA2 útraðir 1-10 höfðu áður verið raðgreindar en markmiðið í þessari rannsókn var að klára að raðgreina genin og leita að breytileika. Það tókst að mestu að klára að raðgreina genin en það vantar enn eina útröð og nokkra basa í tvær aðrar útraðir. Í OCA2 útröð 14 fannst einn breytileiki í fjórða aftasta basanum, nr. 145 í útröðinni þar sem A->G milli tveggja C basa í lestrarröðinni. Það veldur amínósýruskiptum í næst öftustu amínósýru próteinsins úr histidín (H) í arginín (R) sem veldur mögulega breytingum í byggingu og starfsemi próteinsins.

Styrktaraðili: 
  • Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Samþykkt: 
  • 4.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12005


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aron Dalin.pdf973.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna