ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12011

Titill

Láttu í þér heyra. Árangur hópmeðferðar við félagskvíða unglinga

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur af námskeiðinu „Láttu í þér heyra!“ sem er sérstaklega ætlað unglingum með félagskvíða. Námskeiðið er þýdd og staðfærð útgáfa af bandaríska námskeiðinu „Stand up, speak out“. Námskeiðið var haldið á Kvíðameðferðarstöðinni og voru þátttakendur níu, sex stúlkur og þrír drengir á aldrinum fjórtán til nítján ára. Við mat á árangri voru notaðir spurningalistar, skoðuð voru kvíðastigveldi þátttakenda við upphaf og lok meðferðar auk þess sem fylgst var með tveimur þátttakendum með beinu áhorfi í tímum. Á heildina litið lofa niðurstöður góðu. Lækkun varð á heildarskori allra lista, mat þátttakenda á ótta við aðstæður lækkaði og það dró úr kvíðahegðun samkvæmt beinu áhorfi. Beðið er eftir niðurstöðum þriggja og sex mánaða eftirfylgdar en niðurstöður erlendra rannsókna á „Stand up, speak out“ hafa sýnt að árangur heldur áfram að aukast eftir því sem lengra líður frá námskeiði.

Samþykkt
4.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lattuiþerheyra.pdf2,25MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna