is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12027

Titill: 
  • Áhrif hreyfingar á langvinna verki
  • Titill er á ensku The effects of exercise on chronic pain
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Langvinnir verkir eru algengt og erfitt heilbrigðisvandamál sem fer vaxandi í nútíma samfélagi, en oft er ekki hægt að útskýra hvað veldur þeim. Slíkir verkir geta dregið úr virkni fólks og eru óbærilegir oft á tíðum. Því miður eru einstaklingar oft eingöngu meðhöndlaðir með verkjalyfjum, en það hefur sýnt sig að slík meðferð ein og sér virkar illa til lengri tíma fyrir marga og getur endað í vítahring. Afleiðingar langvinnra verkja eru af ýmsum toga, en algengt er að vandamálið hafi áhrif á sálræna líðan, sem gerir það að verkum að fólk verður minna virkt líkamlega, andlega og félagslega. Hreyfing getur haft góð áhrif á fólk með verki, en það er margsannað að líkamleg virkni og þjálfun hefur góð áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Reglubundin hreyfing viðheldur hreyfigetu, dregur úr alvarleika fleiri langvinnra vandamála, eykur virkni og bætir geðheilsu. Áhrif ýmissa lífsstílstengdra þátta, eins og ofþyngd og bág þjóðfélagsstaða getur haft neikvæð áhrif á langvinna verki. Ótti við hreyfingu er algengur hjá einstaklingum með langvinna verki og eykur á vanvirkni þeirra og því er mikilvægt að auka skilning á því hvernig slíkur ótti getur verið hamlandi. Í endurhæfingu gegna hjúkrunarfræðingar mikilvægu hlutverki og vinna oft í samstarfi við annað heilbrigðisstarfsfólk í teymum, til að geta boðið upp á sem fjölbreyttasta meðferð við langvinnum verkjum.
    Í þessari heimildasamantekt er fjallað um áhrif hreyfingar á langvinna verki. Tilgangur hennar er að skoða ávinning hreyfingar á lífsgæði fólks sem býr við langvinna verki. Einnig er tilgangurinn sá að sýna fram á að hjúkrunarfræðingar gegni mikilvægu hlutverki í endurhæfingu einstaklinga með slíka verki. Langvinnir verkir eru víðtækt vandamál og í ljósi þess vilja höfundar með þessu verkefni vekja athygli á gildi hreyfingar sem verkjameðferð. Niðurstöður okkar benda til þess að nauðsynlegt er að hjálpa fólki við að breyta lífsstíl sínum til betri og hollari vegar, því eins og fram kemur í þessu verkefni skiptir lífsstíll, og þá sérstaklega hreyfing, miklu máli hvað varðar bata og meiri lífsgæði einstaklinga með langvinna verki. Öllum ætti að vera kunnugt um að hreyfing er allra meina bót en flestar ef ekki allar rannsóknir sem gerðar eru nú á dögum um efnið sýna það og sanna. Því er nauðsynlegt fyrir fólk að hreyfa sig, ekki síst einstaklinga með langvinna verki. Ótti við hreyfingu er algengur meðal þeirra og dregur úr virkni. Því er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk hafi það í huga og byrji að vinna með það vandamál í upphafi endurhæfingar.
    Lykilhugtök: Langvinnir verkir, gildi hreyfingar, endurhæfing

  • Útdráttur er á ensku

    Chronic pain is a common and difficult health problem, that is growing in the modern community, but often it can ́t be explained what causes them. That kind of pain can reduce people’s activity and is often unbearable. Unfortunately, individuals are frequently only treated with painkillers, which is not good, because in the long run such treatment can have consequences and is likely to end in a vicious cycle. Consequences of chronic pain are various but it ́s common that they have negative influence on psychological well-being, which results in less activity, physically, mentally and socially.
    Physical activity can have positive effects on people with chronic pain, and it’s been proven that participation in physical activity improves health and quality of life. Regular exercise maintains mobility, withdraws severity of chronic problems, increases activity and improves mental health. Many lifestyle related factors, like obesity and poor social status, can have negative effect on chronic pain. Fear of movement is a common problem amongst people with chronic pain and decreases their activity. It is important for people to understand that such fear of movement can be inhibiting. Nurses play an important role in rehabilitation and they often work together in teams with other healthcare providers to offer a diversity of treatment for chronic pain. In this literature review, we will discuss the effects of physical exercise on chronic pain with the purpose to look at benefits of exercise on quality of life for people suffering from chronic pain. The aim is also to show that nurses play an important role in rehabilitation for people with chronic pain. The authors of this literature review want to draw attention to the gain of physical exercise for people suffering from chronic pain.
    Our results indicate that it is important to help people change their lifestyle to a better and healthier way, as lifestyle, especially physical exercise is a very important factor, when it comes to recovering and aiming for a higher quality of life for individuals with chronic pain. Most people are aware of the importance of physical exercise, like many scientific studies show. It is therefore important for people to exercise, especially people with chronic pain. Fear of movement is common for patients with chronic pain and reduces their activity. It is therefore important that health care workers keep that in mind and start working with that factor in the beginning of the rehabilitation.
    Key concepts: Chronic pain, value of movement, rehabilitation

Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf756.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna