is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12035

Titill: 
  • Athafnir og þátttaka eldri Íslendinga sem búa heima
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • ÁGRIP
    Tilgangur: Markmið verkefnisins var að rannsaka hvernig eldri Íslendingar, búsettir í heimahúsum, meta getu sína til athafna og þátttöku. Slíkum upplýsingum er ábótavant hér á landi en að sama skapi eru þær nauðsynlegar ef mæta á þörfum eldra fólks og gera þeim kleift að búa heima. Rannsóknarspurning: Hver er munurinn á athöfnum og þátttöku eldri Íslendinga, sem búa heima, eftir kyni, aldri og búsetu? Aðferð: Rannsóknin byggir á gögnum frá lýðgrundaðri þversniðsrannsókn á högum aldraðra. Gögnum var safnað frá júní til september árið 2004 á Norðurlandi. Þátttakendur (N = 186) voru 65 - 88 ára (meðalaldur = 74 ár), 72 (38,7%) höfðu náð 75 ára aldri, 89 (47,8%) voru konur og 68 (36,6%) bjuggu í dreifbýli. Matstækið Efri árin: Mat á færni og fötlun, sem er í formi spurningalista, var notað fyrir sjálfsmat á getu til líkamlegra athafna og tíðni og takmarkanir á þátttöku. Matstækið gefur af sér þrjár grunnvíddir sem fela í sér: (a) athafnir sem reyna á efri eða neðri útlimi og erfiðari athafnir fyrir neðri útlimi, (b) tíðni þátttöku í félagslegum og persónulegum hlutverkum og (c) takmarkanir á þátttöku í virkni- og stjórnunarhlutverkum. Fyrir hverja grunnvídd er jafnbilamælikvarði sem spannar bilið frá 0 - 100 stig og fleiri stig tákna meiri getu til athafna, meiri tíðni þátttöku og minni takmarkanir á þátttöku. Til að rannsaka hvort munur væri á athöfnum og þátttöku eftir kyni, aldri og búsetu var t-prófi beitt og miðað við marktektarstuðulinn p < 0,05. Niðurstöður: Þeir sem tilheyrðu yngri aldurshópnum (65-74 ára) komu marktækt betur út á öllum víddum athafna og þátttöku en þeir sem eldri voru (75-88 ára). Karlar mátu getu sína, á öllum sviðum athafna, betur en konur. Þeir lýstu síður takmörkunum á virknihlutverkum en konur, en þær lýstu meiri þátttöku í persónulegum hlutverkum en karlar. Þegar að búsetu kom mátu þeir einstaklingar sem bjuggu í þéttbýli getu sína marktækt betur í athöfnum sem reyna á efri útlimi og komu marktækt betur út á báðum þátttökuvíddunum en þeir sem bjuggu í dreifbýli. Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa nýju ljósi á tengsl kyns, aldurs og búsetu við athafnir og þátttöku aldraðra sem búa heima. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um stöðu aldraðra á Íslandi og geta nýst sem grunnur við stefnumótun og skipulag þjónustu sem miðar að því að koma til móts við þarfir aldraðra sem búa heima og styðja við farsæla öldrun.
    Lykilhugtök: ICF, CMOP-E, athafnir, þátttaka, aldraðir, kyn, aldur, búseta.

  • Útdráttur er á ensku

    ABSTRACT
    Purpose: The aim of this study was to explore how community-dwelling Icelanders, assess their activity level and participation in various life situations. Such information can form a base for decisions on what service is required to support older people living at home. Research question: What are the differences in activity levels and participation amongst community-dwelling seniors, defined by gender, age and residence? Method: This study is based on data from cross-sectional population-based research on older community-dwelling people. The data was collected from June to September 2004 in Northern Iceland. Participants (N = 186) were 65 – 88 years old (mean age = 74 years), 72 (38.7%) had reached the age of 75 years, 89 (47.8%) were women and 68 (36.6%) lived in rural areas. The Late-life function and disability instrument was used for self-report on capacity in various physical activities participation frequency and restrictions on participation. The instrument measures three different dimensions: (a) activities that test upper extremity, basic lower extremity and advanced lower extremity functioning, (b) frequency of participation in social and personal roles and (c) restrictions on participation in instrumental and management roles. Each dimension is measured on an interval scale from 0 - 100, with the higher score indicating higher functioning, more frequency and less restrictions. To assess potential difference in the activities and participation due to age, sex and residence, t-test was applied. Level of significance was p < 0.05. Results: Those in the younger group (65-74 years) were significantly better in all dimensions of activities and participation than those who were older (75-88 years). Men assessed their ability, in all areas of activity, higher than women. They reported less limitation of activity roles than women, though women described greater participation in personal roles. The people who lived in urban areas expressed greater ability to perform activities when using upper limbs. They came out significantly better in both participation dimensions than those who lived in rural areas. Conclusion: The results shed new light on the connection between gender, age and residence with activity level and participation of elder Icelanders. These results might indicate how the situation is across the country. The results could be useful in framing government policy, in meeting the needs of community-dwelling older people and promoting a more successful ageing.
    Key words: ICF, CMOP-E, activities, participation, elderly, gender, age, residence.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 11.6.2012.
Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Athafnir og þátttaka eldri íslendinga sem búa heima.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna