ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12037

Titill

Ungar konur og offita : áhersla á þjónustu í tengslum við hjáveituaðgerðir

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um offitu og hjáveituaðgerðir með áherslu á ungar konur og í framhaldi af því leggja fram rannsóknaráætlun til að dýpka þekkingu á efninu.
Offita er vaxandi heilsufarslegt vandamál hér á landi sem og í heiminum. Konur eru í meirihluta þeirra sem kjósa að fara í hjáveituaðgerð, til þess að fá lausn á offituvanda sínum. Tilgangur fræðilegrar umfjöllunar þessa verkefnis er að skoða hvað rannsóknir hafa leitt í ljós varðandi viðfangsefnið. Meðal annars sýna rannsóknir að hjáveituaðgerð er talin örugg meðferðarleið. Ýmsir fylgikvillar hafa komið upp í kjölfar hjáveituaðgerða en með góðum undirbúningi og eftirfylgni má draga úr þeim. Fræðsla um næringu og breytingar á orku- og bætiefnaþörf er mikilvægur hluti ferilsins. Bætiefnameðferð er sérstaklega nauðsynleg fyrir konur á barneignaraldri. Hvað þyngdartap varðar hefur hjáveituaðgerð besta langtíma árangurinn af þeim meðferðum sem bjóðast einstaklingum í offitu .
Lögð voru drög að rannsókn sem hefur þann tilgang að rannsaka sérstaklega stöðu ungra kvenna á Íslandi sem hafa farið í hjáveituaðgerð. Með eigindlegri rannsóknaraðferð, byggðri á hugmyndafræði Vancouver-skólans í fyrirbærafræði, teljum við að hægt sé að átta sig betur á ástæðunum sem liggja að baki ákvörðunartöku ungra kvenna um aðgerð. Einnig hversu víðtæk áhrif geta komið fram í kjölfarið á hjáveituaðgerðum og hvaða áhrif aðgerð getur haft á líf þeirra í kjölfarið. Lítið er um ritrýndar fræðilegar heimildir um offitu og hjáveituaðgerðir hér á landi en við teljum að sérstök þörf sé á eigindlegum rannsóknum til þess að dýpka þekkingu og auka skilning hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Aukin þekking leiðir til betri fræðslu og undirbúnings.
Lykilhugtök : Offita, offituaðgerðir, hjáveituaðgerð, konur, hjúkrun, næring, meðganga

Samþykkt
5.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
forsida.pdf117KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
offitaoghjaveituad... .pdf453KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna