is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12038

Titill: 
  • Víðtæk áhrif fordóma á einstaklinga með röskun á geðrænu heilbrigði : orsakir, áhrif og afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með verkefninu er að kanna algengi fordóma gagnvart einstaklingum með geðsjúkdóma, áhrif þeirra og hversu útbreiddir þeir eru í samfélaginu. Skoðað var hvaðan þeir koma, hver áhrif þeirra eru á einstaklinga og hvaða þættir viðhalda þeim. Einnig eru settar fram tillögur að fræðslu til að auka þekkingu á geðsjúkdómum og draga þannig úr fordómum.
    Notast verður við eigindlega aðferðafræði við gerð rannsóknarinnar. Stuðst verður við 12 þrepa ferli Vancouver-skólans í fyrirbærafræðum og valdir verða einstaklingar sem hafa reynslu af fyrirbærinu með tilgangsúrtaki.
    Fordómar gegn geðsjúkdómum eru útbreiddir í samfélögum. Samfélagið dregur ákveðnar ályktanir um geðsjúkdóma út frá staðalímynd, sálarástandi og fjölmiðlum sem tengja gjarnan geðsjúkdóma við ofbeldi, ógnun og óstöðugleika. Neikvæð viðhorf samfélagsins setja ákveðin takmörk á líf einstaklinga og hafa jafnframt áhrif á aðgengi að heilbrigðiskerfinu, sjúkdómatryggingum og atvinnumöguleikum. Mikilvægt er að setja málefnið í nærmynd og vekja fólk til vitundar um geðsjúkdóma vegna þess að einstaklingar með geðræna sjúkdóma og fjölskyldur þeirra reyna eftir fremsta megni að leyna sjúkdómnum til að mæta ekki andstöðu eða fordómum í samfélaginu.
    Rannsakendur telja að til að hægt sé að koma á móts við þarfir einstaklinga og draga úr fordómum þurfi að huga að breytingum í geðheilbrigðisþjónustu til framtíðar. Mat rannsakenda er að æskileg þróun geðheilbrigðisþjónustunnar sé að hún færist meira út í samfélagið þar sem áhersla sé lögð á forvarnir, fræðslu og stuðning við sjúklinga og aðstandendur utan hinna hefðbundnu sjúkrahúsa.
    Lykilhugtök: Fordómar, fjölskylda, geðsjúkdómar, hjúkrun, mismunun, staðalímynd, sjálfsfordómar, sjálfsmynd, stimplun.

Samþykkt: 
  • 5.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Víðtæk áhrif fordóma á einstaklinga með röskun á geðrænu heilbrigði - Orsakir, áhrif og afleiðingar.pdf460.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna