is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12053

Titill: 
  • Raddþjálfun einstaklinga með parkinsonsveiki: Mat á árangri meðferðar
  • Titill er á ensku Evaluating the effects of speech therapy for patients with Parkinson's disease
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Um 70-89% einstaklinga með parkinsonsveiki finna fyrir einkennum í rödd og tali. Helstu einkenni eru að raddstyrkur lækkar, blæbrigði raddar minnka, raddgæðum hrakar og framburður verður óskýrari.
    Markmið: Að meta hvort raddþjálfun sem einstaklingar með parkinsonsveiki fengu á hópnámskeiði myndi 1) auka raddstyrk í langri röddun, upplestri og sjálfsprottnu tali, 2) auka raddstyrk í sjálfsprottnu tali með tvískiptri athygli, 3) leiða til betra sjálfsmats þátttakenda á rödd og raddvanda og 4) auka tíðnisvið og leiða til betri raddgæða. Einnig að meta hvort raddstyrkur viðhéldist allt að einum mánuði eftir að námskeiði lyki og afla upplýsinga um ástundun heimaæfinga og viðhorf til þeirra.
    Aðferð: Einliðasnið var notað og voru þátttakendur tveir. Meðferðin byggðist á Lee Silverman Voice Treatment (LSVT®) en var aðlöguð að hópþjálfun. Hún fór fram tvisvar í viku í átta vikur, 90 mínútur í senn. Alls voru gerðar 11 mælingar á raddstyrk og tíðnisviði fyrir, á meðan, eftir og einum mánuði eftir þjálfun. Þátttakendur fylltu út Voice Handicap Index (VHI) fyrir og eftir þjálfun og upptökur voru gerðar af upplestri þátttakenda fyrir, eftir og einum mánuði eftir þjálfun sem voru notaðar til að meta raddgæði. Þátttakendur svöruðu spurningalista um heimaæfingar strax að námskeiði loknu og einum mánuði eftir að því lauk.
    Niðurstöður: Raddstyrkur jókst í upplestri og sjálfsprottnu tali og þessi aukni raddstyrkur hélst einum mánuði eftir þjálfun. Hjá einum þátttakanda jókst raddstyrkur í sjálfsprottnu tali með tvískiptri athygli og tíðnisvið jókst. Raddgæði eins þátttakanda voru jafnframt metin betri strax eftir þjálfun og einum mánuði eftir þjálfun. Enginn marktækur munur var á sjálfsmati þátttakenda fyrir og eftir þjálfun og viðhorf þeirra til heimaæfinga var almennt jákvætt þó ástundun hafi minnkað eftir að þjálfun lauk.
    Ályktanir: Raddþjálfun í hópi eins og veitt var hér eykur raddstyrk einstaklinga með parkinsonsveiki í upplestri og sjálfsprottnu tali og sá raddstyrkur viðhelst í allt að einn mánuð. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einnig vísbendingar um að raddstyrkur í sjálfsprottnu tali með tvískiptri athygli, tíðnisvið og raddgæði geti aukist eftir slíka þjálfun og viðhaldist í allt að einn mánuð. Sjálfsmat bendir til þess að þó þessar breytingar hafi orðið finnist þátttakendum þær ekki hafa áhrif á lífsgæði sín og upplýsingar um heimaæfingar benda til þess að þó viðhorf til þeirra hafi verið jákvætt hafi ekki tekist að gera þær að daglegum þætti í lífi þátttakenda.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Voice and speech disorders are common in individuals with Parkinson’s disease and they are characterized by reduced loudness and prosody, breathy and hoarse voice quality and imprecise articulation.
    Purpose: To determine whether group voice treatment for individuals with Parkinson’s disease would 1) increase vocal intensity during sustained vowel phonation, reading and monologue, 2) increase vocal intensity during monologue with dual task, 3) result in better self-ratings of voice-related quality of life and 4) increase frequency range and result in better voice quality. Also to determine whether vocal intensity would be maintained one month after treatment and to gather information about participants‘ home practice and attitudes towards home practice.
    Method: Single-subject research design was used and there were two participants. The treatment was a modified version of Lee Silverman Voice Treatment (LSVT®), extended in length and in a group format. The group met for 90 minute sessions twice a week for eigth weeks. There were 11 measures of vocal intensity and frequency range before, during, immediately after and one month after voice treatment. Participants completed Voice Handicap Index (VHI) before and after treatment. Recordings of participant’s reading were made before, immediately after and one month after treatment which were used for judgment of voice quality. Participants completed a questionnaire immediately after and one month after treatment regarding home practice.
    Results: Vocal intensity increased in reading and monologue immediately after treatment and was maintained at one month follow up. For one participant there was increased vocal intensity in monologue with dual task and increased frequency range. One participant‘s voice quality was rated better immediately after and one month after treatment. There were no statistical improvements in VHI scores. Participants‘ attitude toward home practice was positive but there was a decline in the amount of home practice one month after treatment.
    Conclusions: Voice treatment in a group format based on LSVT® increases vocal intensity of individuals with Parkinson’s disease in reading and monologue and this increase is maintained for at least one month. The results also suggest that vocal intensity in monologue with dual task, frequency range and voice quality can be improved by this kind of treatment and be maintained for at least one month. Self-ratings indicate that these changes did not affect voice-related quality of life and feedback on home practice suggests that even though the attitude towards them was positive they did not become a part of a daily routine.

Samþykkt: 
  • 6.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildigunnur_Kristinsdottir.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna