is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12057

Titill: 
  • Þekking kennara á einhverfurófsröskunum og skoðun þeirra á kennslu barna með slíkar raskanir
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sífellt fleiri börn greinast með einhverfurófsraskanir hér á landi en áður. Á næstu árum er fyrirséð að töluverð aukning verði á börnum með slíkar raskanir í grunnskólum landsins. 863 grunnskólakennarar, víðsvegar að af landinu, tóku þátt í könnun þar sem viðfangsefnið var þekking kennara á einhverfurófsröskunum og skoðun þeirra á ýmsu tengdu kennslu barna með raskanir á einhverfurófi. Fáar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar í heiminum og takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um viðfangsefnið hér á landi. Stærsti hluti kennara hafði reynslu af því að umgangast eða starfa með börnum með einhverfurófsraskanir og rúmlega helmingur kennara hafði fengið viðbótarfræðslu um raskanirnar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þekking kennara á algengum einkennum einhverfurófsraskana og á því hvaða aðferðir skili árangri í kennslu barna með slíkar raskanir sé nokkuð góð en töluverðs misskilnings gæti um orsakir og eðli raskananna. Einnig benda niðurstöðurnar til að nokkuð skiptar skoðanir séu meðal kennara um hvort börn með raskanir á einhverfurófi ættu að stunda nám í almennum bekkjum eða í sérdeild og að stór hluti kennara sé þeirrar skoðunar að ekki sé nægjanlega mikið af námskeiðum um einhverfurófsraskanir í boði. Einnig er athyglisvert að mun lægra hlutfall karla hafði fengið viðbótarfræðslu um einhverfurófsraskanir en kvenna. Niðurstöðurnar benda til að þörf sé á meiri fræðslu til kennara um einhverfurófsraskanir, bæði í námi þeirra og í formi námskeiða.
    Lykilorð: Einhverfa, einhverfuróf, einhverfurófsraskanir, grunnskólakennarar, Ísland, skoðun, kennsla, þekking.

Samþykkt: 
  • 6.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand. Psych. verkefni Bjorns Gauta Bjornssonar, kt. 221183-3209 Þekking kennara á einhverfurofsroskunum.pdf577.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna