is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12059

Titill: 
  • Nauðgun. Meðferð nauðgunarmála
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meðferð nauðgunarmála á Íslandi hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin ár og hvers vegna svo fá mál fari fyrir dómstóla. Ríkissaksóknari metur hvort sækja skuli sakborning til sakar eða ekki fyrir brot gegn ákvæði um nauðgun í 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Fram kemur í 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 að ef ákærandi telji það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis skuli hann láta við svo búið standa en ella höfða mál á hendur sakborningi. Til þess að skilja betur þetta mat var skoðaður rökstuðningur ríkissaksóknara vegna nauðgunarmála sem felld voru niður. Niðurstaðan þeirrar skoðunar er sú að til staðar hafi einfaldlega ekki verið nægjanlegar sannanir til þess að unnt hafi verið að gefa út ákæru. Þannig hafi ríkissaksóknari ekki getað tekið aðra ákvörðun á grundvelli fyrirliggjandi gagna en að fella niður málið. Einkenni margra niðurfelldra mála var að orð brotaþola var gegn orði kærða og engin sönnunargögn voru til staðar til stuðnings framburði brotaþola. Í hluta málanna kom fram að brotaþoli hafði ekki farið eða farið of seint á Neyðarmóttöku þannig að unnt væri að safna sönnunargögnum. Ætla má að í nokkrum málanna hefði haft verulega þýðingu ef farið hefði verið tímanlega á Neyðarmóttöku. Önnur niðurstaða er sú að almennt séu rannsóknir nauðgunarmála á Íslandi vel unnar af lögreglu. Hins vegar er komið að því að tekin verði ákvörðun um aukna þjálfun, eitt skýrt ákveðið verklag við rannsókn nauðgunarmála á Íslandi og yfirsýn yfir brotin á landsvísu. Í Noregi kom í ljós að síbrotamenn gátu farið á milli umdæma og brotið af sér án þess að einhver hefði yfirsýn yfir brotastarfssemina. Til þess að bregðast við því var stofnuð sérstök deild innan lögreglunnar, voldtektsgruppen, sem hefur yfirsýn yfir þau brot sem framin eru í landinu, aðstoðar lögregluembætti og sinnir fræðslu og greiningum rannsókna í landinu. Slíkt fyrirkomulag er ekki á Íslandi sem getur haft sömu afleiðingar í för með sér hér á landi. Stofnun rannsóknardeildar á landsvísu, eins og Rannsóknarlögregla ríkisins var, er orðið nauðsynlegt skref. Slík rannsóknardeild þarf að geta einbeitt sér eingöngu að stuðningi, greiningu og framþróun rannsókna á Íslandi og markvissu samstarfi lögregluembætta landsins. Til þess að svo geti orðið þurfa yfirvöld að ákveða að rannsókn nauðgunarmála sé forgangsmál. Ástand rannsókna nauðgunarmála er ágætt á Íslandi að mörgu leyti en ástæða er til þess að gera enn betur. Þar til stjórnmálamenn ákveða að bregðast við eins og í Noregi er ástandið í rannsóknum mála á Íslandi ekki viðunandi. Vernd barna og kvenna í mannréttindasamningum og lögum verður aldrei að veruleika nema tekin sé ákvörðun um skýra forgangsröðun yfirvalda við að berjast gegn kynferðisbrotum á öllum vígstöðvum. Fjallað er einnig um nálgun Norðmanna í baráttu gegn nauðgunum sem fram kemur í skýrslunni Fra ord til handling – bekempelse av voldtekt krever handling þar sem meðal annars er stefnt að aukinni fræðslu í skólum í raun breiðari samfélagslegri baráttu gegn nauðgunum og leiðir til þess.

Samþykkt: 
  • 6.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halldór Rósmundur Guðjónsson RITGERÐ.pdf1.58 MBLokaður til...01.05.2035HeildartextiPDF