is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12065

Titill: 
  • Árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við reiði ásamt próffræðilegri athugun á spurningalista sem metur afleiðingar af reiði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að leggja grunn að árangursmati á hugrænni atferlismeðferð (HAM) við reiði. Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur sá um meðferðina og var hún haldin í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Metinn var árangur meðferðar til skemmri og lengri tíma ásamt því að athuga hvort kyn og einkenni kvíða eða þunglyndis við upphaf meðferðar hefðu áhrif á árangur hennar. Notast var við gögn hjá þeim 25 þátttakendum sem luku meðferð. Þeir listar sem lagðir voru fyrir voru NAS, BAI og BDI-II. Meðalaldur þeirra var 34,28 ár og var kynjahlutfall nokkuð jafnt. Til að meta langtímaárangur meðferðar var þátttakendum boðið að koma í eftirfylgdarviðtal þar sem sömu listar voru lagðir fyrir ásamt því að tekið var hálfstaðlað viðtal við þátttakendur. Alls komu 15 þátttakendur í eftirfylgdarviðtöl. Meðalaldur þeirra var 39,07 ár og var kynjahlutfall nánast jafnt. Niðurstöður árangursmats benda til að meðferðin beri árangur bæði til skemmri og lengri tíma. Ekki var hægt að staðfesta að kyn né einkenni kvíða eða þunglyndis hefðu áhrif á árangur meðferðar. Niðurstöður benda einnig til að meðferðin hafi haft áhrif á einkenni kvíða og þunglyndis þó meðferðin hafi ekki beinst sérstaklega að því. Árangur á þunglyndiseinkenni hélt sér við langtímamat en ekki fyrir kvíða.
    Annað markmið rannsóknarinnar var að þróa spurningalista sem metur afleiðingar af reiði. Tilgangur með þróun listans er að geta lagt hann fyrir í upphafi meðferðar til að meta umfang og eðli reiðivanda. Listinn var lagður fyrir 430 nema við Háskóla Íslands til öflunar á viðmiðsskorum. Meðalaldur þátttakenda var 31,58 ár og voru konur í miklum meirihluta, eða um 81%. Einnig svöruðu listanum þátttakendur úr eftirfylgdarviðtölum. Þáttagreining listans leiddi í ljós 11 þætti sem lýsa afleiðingum af reiði.

Samþykkt: 
  • 7.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand psych _Ástdís_Þorsteinsdóttir_júní_2012.pdf308.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna