is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12075

Titill: 
  • Nærvera aðstandenda við endurlífgun ástvina : fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að varpa ljósi á þau áhrif sem nærvera aðstandenda við endurlífgun getur haft. Skoðað verður hver viðhorf og reynsla á nærveru aðstandenda við endurlífgun getur haft frá sjónarhóli aðstandenda, sjúklinga og að lokum heilbrigðisstarfsfólks. Ásamt því er leitast við hvernig hægt sé að bæta hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra við endurlífgun.
    Nærvera aðstandenda við endurlífgun hefur lengi verið talið álitamál meðal heilbrigðisstarfsfólks. Viðfangsefnið hefur fengið meiri athygli síðastliðna þrjá áratugi. Allir geta lent í því að einhver þeim nákomin lendi í lífsógnandi aðstæðum og þurfi á endurlífgun að halda. Þá er álitamál hvort leyfa eigi aðstandendum að vera viðstaddir endurlífgunartilraunir.
    Helstu niðurstöður þessarar fræðilegu samantektar eru aðstandendur og sjúklingar hafa jákvæð viðhorf og reynslu varðandi nærveru aðstandenda við endurlífgun. Aftur á móti eru skoðanir skiptar á meðal heilbrigðisstarfsfólks. Eftir því sem þekking og reynsla heilbrigðisstarfsfólks á nærveru aðstandenda við endurlífgun er því jákvæðara er viðhorf þeirra varðandi viðveru aðstandenda. Erlendis hafa nokkur félagasamtök unnið að og gefið út leiðbeiningar varðandi nærveru aðstandenda við endurlífgun, þar má nefna samtök bráðahjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum (ENA) og amerísku hjartasamtökin (AHA). Ekki er vitað til að slíkar leiðbeiningar séu til hér á landi. Höfundur telur að þörf sé á frekari útbreiðslu á þess konar leiðbeiningum og aukinni fræðslu um þann ávinning sem nærvera aðstandenda við endurlífgun getur veitt til að bæta skilning og gæði hjúkrunarmeðferðar sjúklinga og aðstandenda þeirra við endurlífgun á sem faglegasta hátt.
    Lykilorð: Nærvera aðstandenda, endurlífgun, viðhorf, reynsla.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 9.6.2052.
Samþykkt: 
  • 8.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heimildaskrá 1.pdf86.26 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
forsíða lokaverkefni.pdf33.3 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Lokaritgerðin PDF 3.pdf393.23 kBLokaður til...09.06.2052HeildartextiPDF