ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Diplómaritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12079

Titill

Mat á geislaskömmtum í áhættulíffærum, endaþarmi og þvagblöðru við innri geislameðferð gegn leghálskrabbameini

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Inngangur: Innri geislameðferð er þegar geislavirkri hleðslu er komið fyrir í eða við æxli innan í líkamanum. Markmið innri geislameðferðar er að ná háum geislaskammti í afmarkað meðferðarsvæði. Í desember 2011 kom ný uppfærsla í geislaáætlunarkerfi Landspítala en með því opnuðust nýir möguleikar á nákvæmri geislaáætlun við innri geislameðferðir. Áætlað að með þessu sé unnt að taka upp endurbætta meðferðatækni í samræmi við ráðgjöf GEC-ESTRO vinnuhóps.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á það hve áreiðanlegar upplýsingar TLD-mælingar í áhættulíffærum gefa við mat á geislaskömmtum við innri geislameðferð gegn leghálskrabbameini. Einnig var markmiðið að skoða áætlaða geislaskammta í rúmmálum innan áhættulíffæra í samræmi við ráðgjöf GEC-ESTRO vinnuhópsins og bera saman við mældan geislaskammt með TLD geislanemum.
Efni og aðferðir : Skoðuð voru gögn 17 kvenna sem höfðu fengið innri geislameðferð gegn leghálskrabbameini á Landspítala á árunum 2009-2011. Fegnar voru TLD mælingar í áhættulíffærum, endaþarms og þvagblöðru úr tölvukerfi geislaeðlisfræðideildar. Með nýjum hugbúnaði geislaáætlunarkerfis voru TLD nemarnir staðsettir á röntgenhermismyndum í meðferð tveggja sjúklinga. Með geislaáætlun er notað hnit TLD geislanemanna og reiknaður áætlaður geislaskammtur í þeim. Útreikningar eru bornir saman við mældan geislaskammt TLD úr innri geislamælingum sjúklinganna. Allar CT og CBCT rannsóknir sjúklinganna voru fluttar inn í geislaáætlunarkerfið. Með geislaáætlun fyrir hverja rannsókn var áætlaður geislaskammtur í mest útsettu 0,1 cm3, 1 cm3, 2 cm3 og 5 cm3 í áhættulíffærum. Niðurstöður útreikninga voru bornar saman við hæstu mæligildi TLD geislanema og meðaltal geislaskammta sem mældust með TLD geislanemum fyrir viðkomandi meðferðarskipi.
Niðurstöður : Fylgni milli áætlaðs geislaskammts í TLD geislanemum í geislaáætlunarkerfi og mælds geislaskammts í TLD geislanemum er 0,452. Fylgni milli áætlaðs geislaskammts í rúmmálum og hæsta mælda geislaskammts með TLD er 0,339 - 0,389 í endaþarmi og 0,827 - 0,873, í þvagblöðru. Fylgni á milli áætlaðs geislaskammts í rúmmálum og geislaskammts að meðaltali sem mældur var með TLD geislanemum er 0,132 - 0,153 í endaþarmi og 0,844 - 0,864 í þvagblöðru.
Umræða: TLD er ekki leiðrétt fyrir fjarlægð en allt að 33% hlutfallslegur munur getur verið við aflestur TLD í 10 til 100 mm fjarlægð frá geislahleðslu. Tilviljunarkennt hvar TLD geislanemar lenta í endaþarmi en þeir voru á sama stað fyrir þvagblöðru. Nákvæm og rétt staðsetning í geislaáætlunarkerfi er mikilvæg. Niðurstöður milli áætlaðs og mælds geislaskammts í TLD eru sambærilegar við niðurstöður annarra. Fyrir þvagblöðru fékkst góður línulegur fylgnistuðull á milli áætlaðs geislaskammts í rúmmálum og mælds geislaskammts með TLD heldur en fyrir endaþarm, sem eru sambærilegar við niðurstöður annarra.
Ályktanir: Nota skal TLD mælingar í áhættulíffærum til að gefa viðbótar upplýsingar. Þær eiga ekki að koma í staðinn fyrir geislaáætlanakerfi til að meta geislaskammta. Mikilvægt er að á Landspítala sé fylgt þeirri þróun sem GEC-ESTRO vinnuhópurinn mælir með við notkun geislaáætlunar við innri geislameðferðir. Þar er geislaáætlunarkerfi ráðandi þáttur í mati á geislaskömmtum í áhættulíffærum.

Samþykkt
8.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Diplomaritgerd_Tho... .pdf3,94MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna