is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12081

Titill: 
  • Tengsl geðraskana við áhættuhegðun hjá vímuefnaneytendum sem sprauta sig í æð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tengsl geðraskana við áhættuhegðun hjá þeim sem sprauta vímuefnum í æð. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa sýnt að þeir sem greindir eru með geðrænan vanda sýna meiri áhættuhegðun. Einnig að þeir sem yngri eru og konur sýna meiri áhættuhegðun. Talið var að svipaðar niðustöður kæmu fram í þessri rannsókn. Gagnasöfnun stóð yfir frá 8.febrúar til 15. apríl á Vogi. Þeir þátttakendur sem svöruðu (ASI) voru 42 talsins. ASI metur sögu áfengis og vímuefnanotkunar, tíðni notkunar og afleiðingar neyslu. Þáttakendur áttu einnig að svara áhættumatslista RAB sem gefur áhættuhegðunarskor fyrir sprautunotkun, kynlífshegðun og heildarskor. Þeir þátttakendur sem greindust með marktækan geðrænan vanda fóru í geðgreiningarviðtalið MINI og SSAGA. Niðurstöður voru þær að þeir þátttakendur sem sýndu marktæk geðræn einkenni voru ekki að fá að meðaltali hærra áhættuhegðunarskor á RAB eins og búist var við. Þeir þátttakendur sem fengu þunglyndis og ADHD greiningu voru einnig ekki að fá að meðaltali hærra áhættuhegðunarskor. Yngri þátttakendur voru hins vegar að fá hærra áhættuhegðunarskor að meðaltali en þeir sem eldri voru en engin munur var á konum og körlum. Rannsóknin gaf góðar upplýsingar um það hvernig áhætttuhegðun vímuefnaneytendur sem sprauta sig í æð eru að sýna. Þær upplýsingar væri hægt að nýta í forvörnum með þennan hóp vímuefnaneytenda.

Samþykkt: 
  • 8.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12081


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf2.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna