is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12108

Titill: 
  • Viðhorf og þekking ljósmæðra til verkjameðferða í eðlilegri fæðingu
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar hafa orðið á framboði verkjameðferða fyrir konur í eðlilegum fæðingum undanfarin ár og hefur þekking á gagnsemi þessara meðferða jafnframt aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða viðhorf og þekkingu íslenskra ljósmæðra á verkja-meðferðum í eðlilegri fæðingu þar sem val kvenna á verkjameðferð er meðal annars tengt viðhorfum og þekkingu ljósmæðra. Rannsóknin byggir að hluta á rannsókn sem framkvæmd var fyrir 20 árum um viðhorf ljósmæðra til verkjameðferða í eðlilegum fæðingum.
    Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi: Hafa viðhorf og þekking ljósmæðra til verkunar verkjameðferða í eðlilegri fæðingu breyst frá því fyrir 20 árum? Hver eru viðhorf og þekking ljósmæðra á notkun epiduraldeyfingar í eðlilegum fæðingum og áhrifum hennar á móður og barn? Er munur á viðhorfum ljósmæðra, sem starfa við meðgönguvernd annarsvegar og fæðingar hinsvegar, til fræðslu um verkjameðferðir í eðlilegri fæðingu?
    Aðferðafræðin var megindleg, notast var við spurningalista sem sendur var til 315 meðlima LMFÍ og svöruðu 32 % (n=102) listanum. Rannsóknin var send út á rafrænan hátt í gegnum skoðanakannana fyrirtækið Survey Monkey sem setti niðurstöður fram á tölfræði-legan hátt með súluritum og var notast við þetta við úrvinnslu gagna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að breytingar hafa orðið á viðhorfum ljósmæðra til verkjalyfja og aukning hefur orðið á framboði óhefðbundinna verkjameðferða. Þekking ljós-mæðra á epiduraldeyfingu getur talist nokkuð góð og ber að mestu saman við fræðilegar heimildir. Ljósmæður nota óhefðbundnar meðferðir í auknum mæli og er notkunin e.t.v. liður í að viðhalda eðlilegu ferli. Ljósmæður telja þörf kvenna fyrir verkjameðferð tiltölulega mikla. Þær eru sammála um að fræðslu til kvenna um kosti og ókosti verkjameðferða sé ábótavant.
    Lykilorð: Viðhorf, ljósmóðir, verkjameðferðir, eðlileg fæðing, fræðsla

Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VIDHORF_OG_THEKKING.pdf845.7 kBLokaður til...01.06.2040HeildartextiPDF