is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12111

Titill: 
  • Athugun á próffræðilegum eiginleikum og aðgreiningarhæfni Social Interaction Anxiety Scale (SIAS) og Social Phobia Scale (SPS)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Social Interaction Anxiety Scale (SIAS) og Social Phobia Scale (SPS) athugaðir á úrtaki 151 göngudeildarsjúklings og 154 framhaldsskólanema. Um tvær rannsóknir var að ræða. Markmið rannsóknar 1 var að kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar SIAS og SPS og kanna hvort kvarðarnir greindu á milli þeirra sem fengið hafa félagsfælnigreiningu samkvæmt MINI greiningarviðtalinu og annarra sjúklinga. Merkjagreining gaf til kynna að bæði SPS og SIAS hafi góða aðgreiningarhæfni. Þá leiddi ROC greining í ljós að þegar notast var við samanlagða summu atriða á báðum kvörðunum greindu kvarðarnir hvað best á milli þeirra sem eru félagsfælnir og þeirra sem eru það ekki. Bendir það til þess að hægt sé að leggja kvarðana fyrir samhliða, reikna eitt heildarskor og styðjast við eitt viðmið fyrir báða kvarðana þegar skimað er fyrir félagsfælni. Með bestu vitund höfundar eru þessar niðurstöður nýjar af nálinni og hafa ekki komið fram áður, hvorki hér á landi né erlendis. Þáttagreining benti til að SIAS og SPS samanstæðu hvor af einum þætti sem er í samræmi við hvernig kvarðarnir eru almennt notaðir. Samleitni- og aðgreiniréttmæti SIAS og SPS reyndist gott og áreiðanleiki sömuleiðis. Þá var markmið rannsóknar 2 að kanna próffræðilega eiginleika og réttmæti SIAS og SPS kvarðanna á úrtaki framhaldsskólanema. SIAS og SPS höfðu mikla fylgni sín á milli sem gefur til kynna að þeir hafi gott samleitniréttmæti. Þá höfðu kvarðarnir minni fylgni við kvíða- og þunglyndismælingar sem bendir til viðunandi aðgreiniréttmætis. Í heildina benda niðurstöður rannsókna 1 og 2 til að áreiðanleiki og réttmæti íslenskrar þýðingar SIAS og SPS á meðal framhaldskólanema og sjúklinga sé góður. Niðurstöðurnar renna enn fremur stoðum undir að íslensk þýðing SIAS og SPS sé vel til þess fallin að skima eftir og meta einkenni félagsfælni meðal Íslendinga.

Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERK_Halla_11.júní.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna