is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12112

Titill: 
  • Skynjunarleikhús : lýðræði og sköpun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um rannsókn á skynjunarleikhúsi og hvaða áhrif það hefur fyrir þátttakendur að taka þátt í því að skapa það. Veðurvölundarhús sem var tveggja vikna verkefni um skynjunarleikhús var valið til rannsóknar, en það var haldið á Patreksfirði í apríl 2011 og var fjölþjóðlegt ungmennaskiptaverkefni. Rannsóknin var gerð með eigindlegum viðtölum við fimm þátttakendur og leitast við að fá svör við hvaða áhrif verkefnið hefur á lýðræðislega félagsfærni þátttakenda, á sjálfsálit og sjálfstraust þeirra og áhrif listrænnar sköpunnar.
    Skynjunarleikhús er margslungið verkefni sem gengur út á að útbúa leiðangur eða sýningu fyrir gesti, þar sem öll skynfæri hans eru virkjuð. Við uppsetningu á skynjunarleikhúsi þurfa þátttakendur hins vegar að fara sjálfir í gegnum flókið ferli við að vinna hugmyndir og skapa geðshræringar sem nýttar eru fyrir gestina. Í kringum þessa vinnu skapast sérstakt og samheldið samfélag sem hefur það sameiginlega markmið að gera lokasýninguna sem besta.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skynjunarleikhús er verkefni sem býður upp á mikla möguleika á að skapa tímabundið samfélag þar sem þátttakendur þjálfast í lýðræðislegri félagsfærni. Þátttakendur efla sjálfstraust sitt í gegnum listrænt vinnulag þar sem eigin skynjun og tilfinningar eru útgangspunktur sköpunar.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis discusses the research of a sensory labyrinth theatre and the effect it has on those who participate in it´s creation. Fickle Weather, which was a two week program about sensory labyrinth theatre was chosen for study, it was staged at Patreksfjordur in April 2011 and was a multinational youth exchange program. The research was realized through qualitative interviews with five participants and seeks answers to how the project affects the participants´social proficiencies, their self esteem and self-efficacy, and the effect of artistic creativity upon them.
    The program is convoluted and it´s purpose is to create a sensory labyrinth theatre for visitors, which is an excursion or a performance where visitors are invited to come and experience a journey where all the senses are brought in to play. In the setup of a sensory labyrinth theatre the participants on the other hand must undergo a complex process themselves, developing ideas and stirring emotions for the advantage of the visitors. Through this process, a particular, cohesive community is created, which shares the common goal of making the finale the best it can be.
    The results of the research reveal that sensory labyrinth theatre is a program that offers up great opportunities to create a temporary community where the participants´ social ability gets developed. The participants strengthen their self efficacy and creative ability through artistic work methods where self awareness and emotions are the starting point, and learn to rely on their own judgement

Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf493.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna