is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12117

Titill: 
  • Líkamsmynd drengja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líkamsmynd vísar til þess hvernig við upplifum líkama okkar og hvað okkur finnst um hann. Líkamsmynd mótast bæði af persónulegum þáttum, eins og líkamlegum einkennum, félagslegum þáttum, svo sem ríkjandi fegurðarstöðlum og samskiptum okkar við aðra. Talið er að líkamsmynd eigi hvað stærstan þátt í að móta sjálfsálit einstaklinga. Sjálfsálit einstaklinga stjórnast einstaklega mikið af skynjun þeirra og tilfinningum gagnvart eigin þyngd og líkamslögun. Unglingsdrengir eru þar engin undantekning. Rannsóknir sýna að þeir hafa ýmist áhyggjur af því að grennast, þyngjast eða auka vöðvamassa. Í þessari rannsókn er kannað hvort tengsl séu á milli líkamsþyngdarstuðuls (e. body mass index – BMI), líkamsmyndar, lífsánægju og afstöðu unglingsdrengja til megrana. Einnig eru þyngdarstjórnunaraðferðir kannaðar sem og tengsl þeirra við flokka líkamsþyngdarstuðuls, sem eru undirþyngd, eðlileg þyngd, ofþyngd og offita. Þá er einnig kannað hversu mikið drengirnir hreyfa sig utan skólatíma. Að lokum eru skoðuð áhrif líkamlegs þroska á líkamsmynd þeirra. Til þess að leita svara við ofangreindum tilgátum var unnið með gögn úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir í grunnskólum landsins árið 2010. Einungis voru notuð svör drengja við úrvinnslu gagnanna. Niðurstöður leiddu í ljós að líkamsmynd, lífsánægja, afstaða til megrana sem og hreyfing hafa marktæk tengsl við líkamsþyngdarstuðul drengja í 6., 8. og 10. bekk. Auk þess kom í ljós að líkamlegur þroski hefur einnig veruleg áhrif á líkamsmynd þeirra.
    Lykilorð: Líkamsmynd, líkamsþyngdarstuðull (BMI), unglingsdrengir.
    Abstract
    Body image refers to how we perceive our body and the attitude we have towards it. Body image is shaped by personal factors, such as physical characteristics, social factors such as prevailing beauty standards and our relations with others. It is believed that body image plays a major role in shaping a person‘s self-esteem. Individual‘s self-esteem is overly driven by perception and feelings towards weight and body shape. Teenage boys are no exception to the rule. They either worry about losing or gaining weight or about increasing muscle. This research examines whether there is a correlation between body mass index – BMI, body image, life satisfaction and opinion on dieting amongst teenage boys. Weight loss methods are explored and whether there‘s a correlation to the BMI classes that are; underweight, normal weight, overweight and obese. It is also examined how much boys exercise when not at school. At last we take a look at whether physical development affects body image. To answer these speculations, data from the Health Behavior in School-Aged Children (HBSC) survey conducted in the year 2010 in almost every Middle School in Iceland, was used. The only answers that were used through the processing of the data, were the boys‘. The results show us that body image, life satisfaction, attitude towards dieting and exercise is associated with BMI among boys in sixth, eighth and tenth grade. The results also tell us that physical development greatly affects their body image.
    Keywords: Body image, body mass index (BMI), teenage boys.

Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Líkamsmynd_Drengja_MaríaJonnýSæmundsd.pdf693.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna