is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12120

Titill: 
  • Árangursmat og brottfall í sex vikna hugrænni atferlismeðferð í ósérhæfðum hóp : kvíði, þunglyndi og streita
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Geðraskanir eru mjög algengir kvillar í heiminum í dag en áætlað er að um 450 milljón einstaklinga eigi við einhvers konar geðræn vandamál að stríða. Streita getur valdið líkamlegri og andlegri vanlíðan hjá einstaklingum og getur afleiðing hennar verið þunglyndi og kvíði ef hún er viðvarandi. Hópmeðferð í hugrænni atferlismeðferð hefur færst í aukana í gegnum árin en áður var hún helst í formi einstaklings meðferðar. Helstu ástæður fyrir þessari aukningu er að hún er hagkvæmari og tími meðferðaraðila nýtist betur. Rannsóknir hafa bent til að árangur slíks meðferðarforms sé góður þegar kvíði og þunglyndi eru til meðferðar. Brottfall er algengt vandamál þar sem það minnkar heildaráhrif meðferðar. Margar ólíkar ástæður eru fyrir því bæði sem koma að meðferðinni sjálfri og árangri hennar og ytri þáttum sem að tengist skjólstæðingnum. Sýnt hefur verið fram á að algengt sé að tíðni brottfalls sveiflist á milli 35-55% þar sem það hefur verið hæst í fjórða tíma meðferðarinnar. Rannsókn þessi var unnin í samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri í þeim tilgangi að meta áhrif hugrænnar atferlismeðferðar í ósérhæfðum hóp á einkenni þunglyndis, kvíða og streitu. Einnig var brottfall þátttakenda skoðað, tíðni þess og á hvaða tímapunkti meðferðarinnar það átti sér helst stað. Þátttakendur voru samtals 58 og voru 35 sem kláruðu meðferð. Niðurstöður sýndu að það dróg úr einkennum þunglyndis, t(31) = 5,252, p<0,05, kvíða, t(31) = 3,678, p<0,05 og streitu, t(30) = 2,284, p<0,05, eftir meðferð. Einnig var áhrifastærð skoðuð og mældist hún á bilinu 0,287-0,758 þar sem skor skjólstæðinga eftir meðferð voru að meðaltali 0,43 staðalfrávikum hærri en fyrir meðferð má því álykta að munurinn sé ekki kominn til vegna tilviljunar og meðferðin sé því að skila árangri.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.8.2012.
Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangursmat og brottfall í sex vikna hugrænni atferlismeðferð.pdf3.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna