is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12121

Titill: 
  • Netávani meðal unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Notkun á Internetinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár. Samhliða aukinni notkun barna og ungmenna á Internetinu hafa vaknað spurningar um áhrif og afleiðingar þessarar notkunar. Sumir fræðimenn hafa viljað ganga svo langt að tala um netfíkn og hafa þannig flokkað óhóflega Internetnotkun sem vandamál á borð við áfengisneyslu og vímuefnanotkun. Óhófleg Internetnotkun er meðal annars talin hafa letjandi áhrif á námsárangur raska fjölskyldutengslum og tilfinningalífi ungmenna. Enn fremur er óhófleg notkun á neti talin tengjast þunglyndi, slökum félagstengslum og aukinni einmanakennd og þá sérlega meðal ungs fólks. Til að meta algengi netávana og félagsega áhrifaþætti slíkrar hegðunar verður notast við gögn úr nýlegri rannsókn sem lögð var fyrir nemendur í níunda og tíunda bekk grunnskóla á Íslandi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að ekki greindist marktækur kynjamunur á netfíkn prófinu. Marktækur munur mældist á því hvort það skipti máli að eiga vini, þeir sem eiga tvo vini eða fleiri nota Internetið minnst, en þeir sem eiga engan vin nota Internetið mest. Í ljós kom martæk neikvæð fylgni á milli breytunnar hvenær var fyrst byrjað að nota Internetið og netfíknar kvarðans. Sú niðurstaða bendir til þess að því eldri sem þú ert þegar þú byrjar að nota Netið, því minna munt þú nota það í framtíðinni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 11.5.2018.
Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA LOKASKJAL.pdf507.4 kBOpinnPDFSkoða/Opna