is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12122

Titill: 
  • Tengsl bjagaðrar líkamsmyndar við þyngdarstjórnun unglingsstúlkna í eða undir kjörþyngd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl bjagaðrar líkamsmyndar unglingsstúlkna í og undir kjörþyngd í 10. bekk við aðferðir til þyngdarstjórnunar. Notuð voru gögn frá hinni alþjóðlegu rannsókn ,,Health Behaviour in School-aged Children“ (HBSC) sem fjallar um heilsu og lífskjör skólabarna. Könnunin var lögð fyrir í 161 grunnskólum skólaárið 2009-2010 hér á landi. Af þeim 1.519 stúlkum í 10. bekk sem voru í eða undir kjörþyngd og tóku þátt í rannsókninni höfðu 94% notað einhverskonar aðferðir til þess að stjórna þyngd sinni. Alls voru 399 stúlkur metnar svo, að þær væru með bjagaða líkamsmynd eða 26% af hópnum. Stúlkur sem eru í eða undir kjörþyngd og ofmeta þyngd sína eru fjórum sinnum líklegri til þess að nota skaðlegar aðferðir við þyngdarstjórnun heldur en þær sem ekki hafa bjagaða líkamsmynd. Að auki voru þær tvöfalt líklegri til þess að nota heilsusamlegar aðferðir við þyngdarstjórnun en þær sem hafa ekki bjagaða líkamsmynd. Stúlkur sem eru í og undir kjörþyngd og með bjagaða líkamsmynd eru mun líklegri til þess að nota hættulegar aðferðir við þyngdarstjórnun og eru einnig líklegri til þess að nota heilsusamlegar aðferðir. Vert er að velta fyrir sér hvaða aðferðir stúlkur nota til þyngdarstjórnunar og hverjar afleiðingar séu og hvernig samspil þeirra er við líkamsmynd, aðferða við þyngdarstjórnun og heilsufar stúlkna.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to investigate the relationship between body image distortion among non-overweight adolescent girls in the 10th grade and weight control methods. Data were obtained from adolescents girls who participated in the 2009-2010 ,,Health Behaviour in Scool-aged Children“ (HBSC) study which was conducted in 161 Icelandic schools. Of the 1,519 girls in the 10th grade who were non-overweight and participated in the study 94% had used some kind of weight control methods to affect their body weight. A total of 399 girls displayed body image distortion or BID or 26% of the group. Girls who are non-overweight and overestimate their weight status had a four times greater odds of onset of using unsafe weight loss practices in comparison to those who did not display BID. In addition they were at two times greater odds of using potentially safe weight loss practices to control their body weight in comparison to those who did not display BID. Girls who are non-overweight and display BID are more likely to use unsafe weight loss practices to control their body weight and are also more likely to use potentially safe weight loss practices. Assessments of BID may help sort out non-overweight girls who are at risk for unsafe weight loss practices and aid prevention efforts.

Samþykkt: 
  • 12.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.-verkefni.pdf644.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna