ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12129

Titill

Eiginleikar sjávar á Norðurmiðum og tengsl þeirra við vindafar

Leiðbeinandi
Skilað
Júní 2012
Útdrættir
  • Eiginleikar sjávar mótast af samspili hafstrauma, veðra og vinda. Vindafl knýr yfirborðsstrauma og eðlisþyngdarmismunur kemur síðan dýpri sjávarlögum á hreyfingu. Það sem einkennir sjóinn á Norðurmiðum er mikill breytileiki. Þar mætast saltur hlýsjór sunnan úr Atlantshafi og kaldari og seltuminni sjór frá Norður-Íshafi. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli eiginleika sjávar norðan við Ísland og tíðni vinda með norður-suður stefnu. Sérstaklega hefur tíðni janúar-maí vinda á bilinu (S+SA)-(N+NV) verið tengd við hita- og seltufrávik á Siglunessniði fyrir tímabilið 1956-1998.
    Þegar gögn frá Siglunessniði hafa verið uppfærð fram til ársins 2010 má greina breytingu á sambandinu milli tíðni vinda og hita-og seltufrávika. Samband tíðni vinda og hlutfalls sjógerða á Siglunessniði var einnig athugað og sýnir samskonar lækkun í fylgni. Breytingar á sambandinu milli tíðni vinda og eiginleika sjávar á Norðurmiðum skýrast þegar hækkun á hita og seltu í Norður-Atlantshafi frá tíunda áratug síðustu aldar er höfð í huga.

  • en

    Oceanic conditions such as heat and salinity are governed by the interactions of ocean currents, weather and wind. Wind is the main driving force of surface ocean currents and density difference creates movement in the deeper layers. Great variability is what characterizes the sea at high latitudes of the north. There a rather warm and saline Atlantic water from the south is mixed with cold and fresh polar water from the Arctic Ocean. The oceanic conditions off northern Iceland have been connected to the local north-south wind frequency. The oceanic conditions at the Siglunes section can particularly be explained by the frequency differences of the (S+SE)-(N+NW) winds during January to May for the time series of 1956-1998.
    When the time series from the Siglunes section have been updated one can identify a major change to the connections between wind frequency and temperature and salinity deviations. The relations between wind frequency and the proportions of water masses of different origins at the Siglunes section was also examined and depicted a similar decrease in correlation. Changes of the connections between wind frequencies and oceanic conditions north off Iceland can be explained when the warming and salinity increase of the North Atlantic Ocean from the 1990's is considered.

Samþykkt
13.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
hlin_gunnlaugsd_BS... .pdf1,12MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna