ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12130

Titill

Hvað spáir fyrir um árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð við félagsfælni meðal háskólanema?

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Í þessari rannsókn var athugað hvort forðunarpersónuleikaeinkenni (FPE), alvarleiki einkenna og þunglyndi spáðu fyrir um árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi (HAMH) og almennri hópmeðferð (AH) við félagsfælni (FF) meðal 45 háskólanema með FF sem megingreiningu. Þátttakendum var raðað handahófskennt í annaðhvort HAMH eða AH. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að FPE hafði hvorki áhrif á árangur meðferðar í HAMH né AH. Alvarleiki einkenna spáði fyrir um verri árangur af meðferð í HAMH, þvert á fyrri rannsóknir, og AH. Einstaklingar sem greindir voru með núverandi alvarlega geðlægð (e. major depression) eða óyndi (e. dysthymia) í upphafi meðferðar náðu verri árangri í HAMH en þeir sem ekki voru þunglyndir. Þessi áhrif komu ekki fram í AH. Í ljósi þessara niðurstaðna leggjum við til að þróa áfram hópmeðferð við FF með því að taka árangursríkustu þættina úr HAMH og AH, með það að markmiði að draga úr brottfalli, auka árangur meðferðar og í þeirri von að meðferð henti betur einstaklingum sem eru greindir með alvarlegt þunglyndi eða óyndi í upphafi meðferðar.

Samþykkt
13.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Daðey_Albertsdótti... .pdf327KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna