is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12131

Titill: 
  • Búsetuaðstæður, félagsleg tengsl og viðhorf aldraðra á dvalarheimili
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aldraðir eru stækkandi hópur í samfélaginu og þarfir þeirra og væntingar eru margvísilegar. Mikið hefur verið fjallað um líkamlegt og andlegt heilbrigði aldraðra en að mati rannsakenda gleymist oft að skoða félagslegt heilbrigði þeirra. Búsetuaðstæður aldraðra hafa mikil áhrif á líðan þeirra en margt eldra fólk eyðir sínum efri árum á stofnun. Markmið þessarar rannsóknar var að svara því hvaða áhrif búsetuaðstæður og félagsleg tengsl aldraðra hafa á viðhorf þeirra til vistunar á dvalarheimili. Tilgangur höfunda var að varpa ljósi á félagslega stöðu og búsetuaðstæður aldraðra sem búa á stofnun. Rannsóknin byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem rannsakendur einbeita sér að því að skilja þá merkingu sem fólk leggur í líf sitt og aðstæður. Rannsóknin fór fram á dvalarheimili fyrir aldraða, tekin voru fimm viðtöl við íbúa á dvalarheimilinu sem hafa búið þar í eitt til þrjú ár. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmælendur voru almennt ánægðir með núverandi búsetuaðstæður sínar og flutningur á stofnun hefur veitt þeim aukið öryggi. Helstu félagsleg tengsl og samskipti viðmælenda voru við fjölskyldu og vini, en þegar litið var til samskipta og félagslegra tengsla milli íbúa dvalarheimilisins, var niðurstaðan sú að lítil tengsl eru til staðar en vilji er fyrir auknum tengslum. Einnig kom berlega í ljós hvað tómstundastarf er mikilvægt. Af þessu má álykta að gæta þarf vel að félagslegum þörfum aldraðra sem búa á stofnun.
    Lykilhugtök: Búsetuaðstæður; félagsleg tengsl; öryggi; aldraðir; dvalarheimili.

  • Útdráttur er á ensku

    The elderly are an increasingly growing group in today’s society with diverse needs and expectations. The physical and mental health of the elderly has been vastly covered but many researchers point out that the social well-being of this group is often forgotten. A lot of people spend the last years of their lives in nursing homes or residential care homes, which can greatly affect their well-being. The main objective of this study was to answer how living arrangements and social relationships affect the views of senior citizens on residential care homes. A qualitative research approach was used, where the researchers focus on trying to understand how people value their living arrangements.
    The research was conducted in a residential care home for the elderly. Five interviews were taken with people who had lived there for one to three years. The conclusions of the research showed that people are generally content with their current living arrangements and moving to a residential care home has made them feel more secure. The respondent’s main social relationships were with family and friends. Social relationships between the residential care home’s inhabitants were not common but there seemed to be a common will to improve those relationships. The importance of recreation and hobbies was evident. The conclusion was that the social needs of the elderly, living in residential care homes, is of vast importance.
    Key words: Living arrangements; social relationships; security; the elderly, residential care homes.

Samþykkt: 
  • 13.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni BA gráðu, 180 ECTS, þjóðfélagsfræði, Rut Pétursdóttir og Sunna Hrafnsdóttir..pdf477.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna