is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12148

Titill: 
  • Tíðni fósturláta, afdrif meðgöngu og meðferð við legvatnsástungu og fylgjusýnitöku
  • Titill er á ensku Fetal loss rate, outcome of pregnancy and procedures at amniocentesis and chorion villus sampling
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Legvatnsástungur og fylgjusýnitökur (samheiti: legástungur) eru aðferðir til að skoða litningagerð fósturs. Frá árinu 1978 hefur öllum þunguðum konum 35 ára og eldri staðið til boða að fara í legvatnsástungu og var aldur móður aðalástæðan fyrir komu í ástungu. Með tilmælum frá landlækni árið 2006 um að bjóða ætti öllum þunguðum konum óháð aldri samþætt líkindamat, fækkaði legástungum umtalsvert og aldurssamsetning kvenna sem komu í rannsóknina breyttist. Ljósmæður hafa starfað við ómskoðanir á Landspítala- (LSH) frá 1982 og sinnt konum sem íhuga og/eða fara í legástungu. Lítið hefur verið skrifað um störf ljósmæðra á Fósturgreiningardeild eða skoðað hvaða upplýsingar þær gefa og hvernig vinnulagi þeirra er háttað fyrir, við og eftir legástungur.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að skoða hverjar líkur á fósturláti eru í kjölfar legástungu í einbura- og tvíburaþungunum, og hver afdrif þessara þungana voru, hvaða breytingar urðu á aldurssamsetningu kvenna sem komu í ástungu og hver væri ástæðan fyrir legástungunni. Í öðru lagi að skoða vinnulag ljósmæðra við legástungur. Markmið rannsóknarinnar er að efla og bæta heilbrigðisþjónustu við verðandi foreldra í tengslum við legástungur, meðal annars með því að nýta þessar upplýsingar til að staðfæra klínískar leiðbeiningar að íslenskum aðstæðum.
    Rannsóknin var bæði megindleg og eigindleg. Í fyrri hlutanum var um afturvirka rannsókn að ræða þar sem unnið var með gögn úr sjúkraskrám. Rannsóknin náði til allra kvenna sem komu í legástungu (n=2357) á Fósturgreiningardeild LSH á árunum 1998-2007. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og t-próf. Seinni hluti rannsóknarinnar var eigindlegur og fólst í rýnihópaviðtali við fjórar ljósmæður á Fósturgreiningardeild LSH um vinnulag þeirra við legástungur.
    Helstu niðurstöður voru að fósturlátstíðni við legástungur hér á landi reyndist vera um 1%. Ekki reyndist marktækur munur á fósturlátstíðni eftir því hvort gerð var legvatnsástunga eða fylgjusýnitaka. Legástungum fækkaði umtalsvert á rannsóknartímabilinu og aldurssamsetning kvenna varð dreifðari. Fylgjusýnitökur urðu algengari og við það færðist fósturgreining framar í meðgöngunni.
    Ljósmæðurnar virtust upplýsa konur og aðstandendur þeirra um legástunguna á svipaðan hátt og vinnulag þeirra við legástungur var sambærilegt.
    Lykilorð: Legvatnsástunga, fylgjusýnitaka, fósturlát, tvíburar, ljósmóðir.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Amniocentesis and chorionic villus sampling (CVS) are methods of fetal chromosomal diagnosis. From 1978 every pregnant woman from the age of 35 was offered amniocentesis and the main reason for performing the test was the mother‘s age. With a directive from the Directorate of Health 2006 to offer first trimester screening to all pregnant women regardless of age, the age composition of those women who had amniocentesis and CVS changed.
    Midwives have been performing ultrasound examinations at Landspítali University Hospital (LSH) in Reykjavik since 1982 and have been involved in the care for women who are contemplating and/or have had amniocentesis performed. Little has been written about midwives‘ work at the Ultrasound Department, such as with regard to what information they give and what their approach to care is before, during, and after these invasive procedures.
    The purpose of this study was twofold. Firstly, to examine the likelihood of fetal loss following amniocentesis and CVS in singleton and twin pregnancies. The outcome of these pregnancies after each intervention was also examined, what fetal karyotype was diagnosed, what changes occured in the age composition among the women who had these procedures, and what was the reason for amniocentesis or CVS. Secondly, the midwives‘ approach to care in conjunction with amniocentesis and CVS was studied.
    The study was both quantitative and qualitative. The first part was a retrospective quantitative study, where data from patient charts were used. The study reached all women who had amniocentesis and CVS (n=2357) at the Fetal Diagnosis Unit at LSH during 1998-2007. Descriptive statistics and t-tests were used for estimating trends. The latter part of the study was qualitative and involved focus group interviews with four midwives at the Fetal Diagnosis Unit at LSH about their approach to amniocentesis and CVS.
    The key findings were that the fetal loss rate from amniocentesis in Iceland proved to be around 1%. No significant difference seemed to be in fetal loss rates between CVS and amniocentesis. CVS sampling became more common and with that, fetal screening was moved to an earlier time in pregnancy.
    The midwives seemed to inform women and their relatives in a similar way and their approach to amniocentesis and CVS was comparable.
    These findings will be used to locally adapt clinical guidelines for amniocentesis and CVS.
    Keywords: Amniocentesis, chorion villus sampling, miscarriage, midwife, fetal loss, twins.

Styrktaraðili: 
  • Ljósmæðrafélag Íslands
Samþykkt: 
  • 15.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Rut.pdf4.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna