is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12151

Titill: 
  • Starfsánægja og vinnumhverfi ungra hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ungir hjúkrunarfræðingar sem tilheyra svokallaðri Y-kynslóð eru einstaklingar sem fæddir eru á árunum 1980 -2000. Þessi kynslóð er ein af þremur kynslóðum hjúkrunarfræðinga sem eru á vinnumarkaði í dag. Hinar tvær eru uppgangskynslóðin (1946-1964), sem er stærsta og fjölmennasta kynslóðin og mun fara á eftirlaun á næstu árum og X-kynslóðin (1965-1979) sem er mun minni kynslóð en hinar tvær. Margt greinir þessar kynslóðir að og hafa þær ólíkar væntingar og viðhorf til starfsins. Rannsóknir hafa sýnt að 30-57% ungra hjúkrunarfræðinga skipta um starf innan tveggja ára frá útskrift og allt að 13% hætta í hjúkrun innan árs frá útskrift. Y-kynslóð hjúkrunarfræðinga er mun fjölmennari kynslóð en sú sem á undan kemur og hennar er þörf á vinnumarkaðinum til að leysa af þá eldri sem fara á eftirlaun. Starfsánægja og ákveðnir þættir í vinnumhverfi þeirra hefur áhrif á líðan þeirra í starfi og ákvörðun um að hætta í starfi. Þessir þættir eru m.a. stuðningur og leiðbeining stjórnenda og starfsfólks, þátttaka í ákvarðanatöku innan stofnunarinnar, jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, að hafa áhrif á vinnuskýrslu, fá viðurkenningu, aðgengi að nýjustu tækni, stöðugt vinnuumhverfi, sjálfstæði, vinnuálag og ábyrgð sem þeir ráða við, teymisvinna og að fá verkefni sem fela í sér áskorun og auka faglega færni þeirra.
    Lykilorð: ungir hjúkrunarfræðingar, Y-kynslóð, starfsánægja og vinnuumhverfi.

Samþykkt: 
  • 15.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_starfsan_vinnuumhv_ungra_hjfr.pdf286.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna