is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12152

Titill: 
  • Hafa stuðningshópar fyrir konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein áhrif á lífsgæði þeirra í tengslum við þunglyndi og kvíða?
  • Titill er á ensku Do breast cancer support groups affect quality of life as it relates to anxiety and depression?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi greinast um 1300 manns með krabbamein á ári hverju og er það fjórföld aukning frá því að skráningar hófust árið 1954. Nýgengi brjóstakrabbameins er 30% af öllu krabbameini sem konur greinast með. Meðalaldur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein er 61 ár og greinast að meðaltali 195 konur á hverju ári. Að greinast með lífsógnandi sjúkdóm er erfitt og getur það haft áhrif á líkamlegan og andlegan líðan fólks.
    Rannsóknir hafa sýnt að þeir einstaklingar sem eru að upplifa meðal annars hræðslu, ótta, kvíða við hið óþekkta og breytingar á þeirra lífsgæðum finnst gott að geta rætt við, fengið stuðning og fræðslu frá öðrum einstaklingum sem hafa gengið í gegnum það sama.
    Rýnt var í niðurstöður tólf rannsókna á hvort stuðningshópar væru gagnlegir við að auka lífsgæði kvenna, sérstaklega voru niðurstöður skoðaðar með tilliti til áhrif á kvíða og þunglyndi sem er algengur fylgifiskur þess að greinast með lífsógnandi sjúkdóm.
    Af þeim tólf rannsóknum sem höfundur studdist við, bera sjö saman um niðurstöður sínar og sýna fram á að stuðningshópar, hvort eð skipulagðir sem og óskipulagðir, eiga stóran þátt í að auka almenn lífsgæði kvennanna og draga marktækt úr þunglyndi og kvíða.
    .
    Lykilorð: Sálfélagslegur stuðningur, brjóstakrabbamein, stuðningshópar, lífsgæði, kvíði og þunglyndi

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    There are 1300 people diagnosed with cancer each year in Iceland, a number that has quadrupled since records started back in 1954. Breast cancer is diagnosed in 30% of all new cases of cancer among Icelandic women. The average age among women diagnosed with breast cancer is 61 years and on average 195 women are diagnosed each year. To be diagnosed with life threatening disease is traumatic and can have extreme effects on the individuals physical and emotional well being.
    Research has shown that individuals that experience distress, anxiety, fear and changes in their quality of life, find comfort and support in discussing these feelings with people that have experienced the same thing and are thus able to give great insight and advice .
    Twelve research papers were reviewed in order to assess whether or not participation in breast cancer support groups where helpful to increase the women’s quality of life as it relates to depression and anxiety, as psychological distress is common in persons diagnosed with life threatening disease.
    Seven of the twelve research papers the author used for this review, concluded that participation in either structured or unstructured support groups, show significant increase in quality of life and a reduction in depression and anxiety.
    Keywords: Psychosocial support, breast cancer, support groups, quality of life, anxiety and depression

Samþykkt: 
  • 15.6.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/12152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind BSc ritgerð.pdf327.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna