ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/12156

Titill

Eignarhaldsreglur fjölmiðla : samanburður á Íslandi og nágrannalöndunum

Skilað
Apríl 2012
Útdráttur

Fjölmiðlalöggjöf hefur jafnan verið mikil deilumál hér á landi og þá sérstaklega þegar kemur að takmörkun á eignarhaldi. Tvisvar sinnum hefur verið gerð tilraun til þess að festa takmarkanir á eignarhaldi í lög. Fyrst árið 2004 með umdeildu fjölmiðlafrumvarpi. Þau lög voru felld úr gildi eftir harðar deilur í samfélaginu eins og mörgum er kunnugt. Aftur var gerð tilraun til þess árið 2006 en ákvæði er snéru að eignarhaldi í því frumvarpi döguðu uppi og varð frumvarpið aldrei að lögum. Árið 2009 var nýtt fjölmiðlafrumvarp lagt fyrir Alþingi. Í því frumvarpi var kveðið á um stofnun nefndar sem falið var að vinna að tillögum um eignarhald á fjölmiðlum og skila þeim í formi frumvarps. Nefndin lauk störfum í september 2011 og úr varð nýtt frumvarp um takmörkun eignarhalds á fjölmiðlum. Nefndin lagði til að settar yrðu reglur í formi matskenndra heimilda í stað hlutfallsreglna líkt og í fyrri frumvörpum. Í kjölfar þess vöknuðu upp spurningar um hvort reglurnar sem setja ætti væru á einhvern hátt sambærilegar þeim sem við lýði eru í nágrannalöndum okkar og hvort þær henti íslenska fjölmiðlamarkaðnum. Til þess voru eignarhaldsreglur skoðaðar í fimm Evrópulöndum og þær flokkaðar niður eftir eðli þeirra. Loks voru íslensku tillögurnar bornar saman við þær erlendu og athugað var hvort einhverja sameiginlega þætti væri að finna í lögunum. Helstu niðurstöður voru þær að Íslensku tillögurnar eru fremur sér á báti, sérstaklega vegna þess að þær eru í formi matskenndra heimilda en ekki hlutfallsreglna líkt og í flestum af hinum löndunum sem höfðu einhver eignarhaldslög. Einnig skar Ísland sig úr að því leyti að ekkert styrkjakerfi fyrir fjölmiðla er til staðar líkt og í öllum hinum Norðurlöndunum.

Samþykkt
18.6.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerð - Eignarha... .pdf1,14MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna